FKA stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi 1. febrúar 2018 13:30 Hrafnhildur Hafsteinsdótttir, framkvæmdastjóri FKA, segir að Ísland þurfi að vera öðrum til fyrirmyndar þegar kemur að jafnréttismálum. MYND/ANTONBRINK „Félag kvenna í atvinnulífinu er félag fyrir konur sem eru leiðtogar og stjórnendur og vilja stuðla að jafnvægi í atvinnulífinu,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA. „Það eru 1100 meðlimir, en konur sem gerast félagar í FKA leita fyrst og fremst í tengslanetið sem við byggjum upp, en vilja líka stuðninginn sem félagið veitir og vera hluti af hreyfiaflinu sem FKA er.“ Viðurkenningarhátíð FKA var haldin í 19. sinn í gær. Þar var þremur konum veitt viðurkenning fyrir eftirtektarvert framlag til atvinnulífsins. Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að jafnvægi milli kynjanna hafi ekki verið náð í atvinnulífinu sé mikilvægt að fagna þeim árangri sem náðst hefur. „Veiting FKA viðurkenningarinnar er liður í því að vekja athygli á árangri og framgangi kvenna,“ segir Hrafnhildur. „Við viljum vekja athygli á því sem vel er gert og þeim flottu kvenfyrirmyndum sem við höfum. FKA-viðurkenningin er veitt konu sem hefur verið öðrum sérstök hvatning og fyrirmynd, þakkarviðurkenningin er veitt fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnandi í atvinnulífinu og hvatningarviðurkenningin er veitt fyrir athyglisvert frumkvæði,“ segir Hrafnhildur. Í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu, má finna viðtöl við alla FKA viðurkenningarhafana.Fylgja #metoo eftir með aðgerðum„Stjórn FKA hvatti allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar,“ segir Hrafnhildur. „Markmiðið er að konur sýni #metoo byltingunni samstöðu og stuðning. FKA styður allar þær hugrökku konur sem hafa stigið fram og við treystum því að #metoo byltingin skili varanlegum breytingum. Stjórn FKA fundaði nú í janúar með nefndum, deildum og ráðum til að ræða aðgerðir í kjölfar byltingarinnar,“ segir Hrafnhildur. „#Metoo umræða verður liður í dagskrá stjórnar út árið til að fylgja byltingunni eftir með aðgerðum. Jafnframt hefur verið boðað til opinnar ráðstefnu þann 7. febrúar þar sem rætt verður hvaða áhrif #metoo hefur á fyrirtækjamenningu. Þar munu forseti Íslands, ráðherra jafnréttismála og úrvalshópur fyrirlesara ræða þessi mál,“ segir Hrafnhildur. „Það er mikilvægt að skoða hvernig við bregðumst við til framtíðar. Stóra málið er hvernig við breytum samfélaginu okkar, hvað við ætlum að gera í framhaldinu.“Ísland er fyrirmynd„Ísland er núna í efsta sæti yfir jöfnuð milli kynja í heiminum samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins, níunda árið í röð,“ segir Hrafnhildur. „Það er horft til okkar sem fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti. Við þurfum að vera þjóðin með kjarkinn, viljann til að taka erfið skref, þorið til að mistakast og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir. Við erum enn langt frá því að hafa náð fram jafnrétti og að fullnýta þá fjölbreytni sem býr í íslenskum mannauði,“ segir Hrafnhildur. „Á meðan það land sem er „best í heimi“ í jafnréttismálum hefur engan kvenkyns forstjóra í fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni, aðeins 11% kvenna eru stjórnendur í 100 stærstu fyrirtækjunum, konur aðeins fjórðungur allra stjórnarmanna og um 22% af öllum framkvæmdastjórum og stýra síðast en ekki síst aðeins 9% fjármagns í landinu, eigum við enn langt í land og þörfin fyrir félag eins og FKA er svo sannarlega enn til staðar. FKA vinnur að því að hraða þeirri þróun að við náum jafnvægi og fjölbreytni.“Jafnréttismál eru ekki kvennamál Hrafnhildur segir að til þess að ná fram árangri í þessum efnum sé mikilvægt að nálgast jafnréttisumræðu heildstætt. „Jafnréttismál eru ekki kvennamál, þau eru málefni okkar allra,“ segir hún. „Það er mikilvægt að við nálgumst þau ekki út frá við og þið, heldur með því hugarfari að við séum ein heild að byggja upp atvinnulíf og þjóðfélag þar sem við fögnum fjölbreytileika og styrkleikum beggja kynja og fullnýtum þann mannauð sem býr í þjóðfélaginu.“ Sjá nánari umfjöllun í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Félag kvenna í atvinnulífinu er félag fyrir konur sem eru leiðtogar og stjórnendur og vilja stuðla að jafnvægi í atvinnulífinu,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA. „Það eru 1100 meðlimir, en konur sem gerast félagar í FKA leita fyrst og fremst í tengslanetið sem við byggjum upp, en vilja líka stuðninginn sem félagið veitir og vera hluti af hreyfiaflinu sem FKA er.“ Viðurkenningarhátíð FKA var haldin í 19. sinn í gær. Þar var þremur konum veitt viðurkenning fyrir eftirtektarvert framlag til atvinnulífsins. Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að jafnvægi milli kynjanna hafi ekki verið náð í atvinnulífinu sé mikilvægt að fagna þeim árangri sem náðst hefur. „Veiting FKA viðurkenningarinnar er liður í því að vekja athygli á árangri og framgangi kvenna,“ segir Hrafnhildur. „Við viljum vekja athygli á því sem vel er gert og þeim flottu kvenfyrirmyndum sem við höfum. FKA-viðurkenningin er veitt konu sem hefur verið öðrum sérstök hvatning og fyrirmynd, þakkarviðurkenningin er veitt fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnandi í atvinnulífinu og hvatningarviðurkenningin er veitt fyrir athyglisvert frumkvæði,“ segir Hrafnhildur. Í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu, má finna viðtöl við alla FKA viðurkenningarhafana.Fylgja #metoo eftir með aðgerðum„Stjórn FKA hvatti allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar,“ segir Hrafnhildur. „Markmiðið er að konur sýni #metoo byltingunni samstöðu og stuðning. FKA styður allar þær hugrökku konur sem hafa stigið fram og við treystum því að #metoo byltingin skili varanlegum breytingum. Stjórn FKA fundaði nú í janúar með nefndum, deildum og ráðum til að ræða aðgerðir í kjölfar byltingarinnar,“ segir Hrafnhildur. „#Metoo umræða verður liður í dagskrá stjórnar út árið til að fylgja byltingunni eftir með aðgerðum. Jafnframt hefur verið boðað til opinnar ráðstefnu þann 7. febrúar þar sem rætt verður hvaða áhrif #metoo hefur á fyrirtækjamenningu. Þar munu forseti Íslands, ráðherra jafnréttismála og úrvalshópur fyrirlesara ræða þessi mál,“ segir Hrafnhildur. „Það er mikilvægt að skoða hvernig við bregðumst við til framtíðar. Stóra málið er hvernig við breytum samfélaginu okkar, hvað við ætlum að gera í framhaldinu.“Ísland er fyrirmynd„Ísland er núna í efsta sæti yfir jöfnuð milli kynja í heiminum samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins, níunda árið í röð,“ segir Hrafnhildur. „Það er horft til okkar sem fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti. Við þurfum að vera þjóðin með kjarkinn, viljann til að taka erfið skref, þorið til að mistakast og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir. Við erum enn langt frá því að hafa náð fram jafnrétti og að fullnýta þá fjölbreytni sem býr í íslenskum mannauði,“ segir Hrafnhildur. „Á meðan það land sem er „best í heimi“ í jafnréttismálum hefur engan kvenkyns forstjóra í fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni, aðeins 11% kvenna eru stjórnendur í 100 stærstu fyrirtækjunum, konur aðeins fjórðungur allra stjórnarmanna og um 22% af öllum framkvæmdastjórum og stýra síðast en ekki síst aðeins 9% fjármagns í landinu, eigum við enn langt í land og þörfin fyrir félag eins og FKA er svo sannarlega enn til staðar. FKA vinnur að því að hraða þeirri þróun að við náum jafnvægi og fjölbreytni.“Jafnréttismál eru ekki kvennamál Hrafnhildur segir að til þess að ná fram árangri í þessum efnum sé mikilvægt að nálgast jafnréttisumræðu heildstætt. „Jafnréttismál eru ekki kvennamál, þau eru málefni okkar allra,“ segir hún. „Það er mikilvægt að við nálgumst þau ekki út frá við og þið, heldur með því hugarfari að við séum ein heild að byggja upp atvinnulíf og þjóðfélag þar sem við fögnum fjölbreytileika og styrkleikum beggja kynja og fullnýtum þann mannauð sem býr í þjóðfélaginu.“ Sjá nánari umfjöllun í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira