FKA stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi 1. febrúar 2018 13:30 Hrafnhildur Hafsteinsdótttir, framkvæmdastjóri FKA, segir að Ísland þurfi að vera öðrum til fyrirmyndar þegar kemur að jafnréttismálum. MYND/ANTONBRINK „Félag kvenna í atvinnulífinu er félag fyrir konur sem eru leiðtogar og stjórnendur og vilja stuðla að jafnvægi í atvinnulífinu,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA. „Það eru 1100 meðlimir, en konur sem gerast félagar í FKA leita fyrst og fremst í tengslanetið sem við byggjum upp, en vilja líka stuðninginn sem félagið veitir og vera hluti af hreyfiaflinu sem FKA er.“ Viðurkenningarhátíð FKA var haldin í 19. sinn í gær. Þar var þremur konum veitt viðurkenning fyrir eftirtektarvert framlag til atvinnulífsins. Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að jafnvægi milli kynjanna hafi ekki verið náð í atvinnulífinu sé mikilvægt að fagna þeim árangri sem náðst hefur. „Veiting FKA viðurkenningarinnar er liður í því að vekja athygli á árangri og framgangi kvenna,“ segir Hrafnhildur. „Við viljum vekja athygli á því sem vel er gert og þeim flottu kvenfyrirmyndum sem við höfum. FKA-viðurkenningin er veitt konu sem hefur verið öðrum sérstök hvatning og fyrirmynd, þakkarviðurkenningin er veitt fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnandi í atvinnulífinu og hvatningarviðurkenningin er veitt fyrir athyglisvert frumkvæði,“ segir Hrafnhildur. Í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu, má finna viðtöl við alla FKA viðurkenningarhafana.Fylgja #metoo eftir með aðgerðum„Stjórn FKA hvatti allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar,“ segir Hrafnhildur. „Markmiðið er að konur sýni #metoo byltingunni samstöðu og stuðning. FKA styður allar þær hugrökku konur sem hafa stigið fram og við treystum því að #metoo byltingin skili varanlegum breytingum. Stjórn FKA fundaði nú í janúar með nefndum, deildum og ráðum til að ræða aðgerðir í kjölfar byltingarinnar,“ segir Hrafnhildur. „#Metoo umræða verður liður í dagskrá stjórnar út árið til að fylgja byltingunni eftir með aðgerðum. Jafnframt hefur verið boðað til opinnar ráðstefnu þann 7. febrúar þar sem rætt verður hvaða áhrif #metoo hefur á fyrirtækjamenningu. Þar munu forseti Íslands, ráðherra jafnréttismála og úrvalshópur fyrirlesara ræða þessi mál,“ segir Hrafnhildur. „Það er mikilvægt að skoða hvernig við bregðumst við til framtíðar. Stóra málið er hvernig við breytum samfélaginu okkar, hvað við ætlum að gera í framhaldinu.“Ísland er fyrirmynd„Ísland er núna í efsta sæti yfir jöfnuð milli kynja í heiminum samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins, níunda árið í röð,“ segir Hrafnhildur. „Það er horft til okkar sem fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti. Við þurfum að vera þjóðin með kjarkinn, viljann til að taka erfið skref, þorið til að mistakast og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir. Við erum enn langt frá því að hafa náð fram jafnrétti og að fullnýta þá fjölbreytni sem býr í íslenskum mannauði,“ segir Hrafnhildur. „Á meðan það land sem er „best í heimi“ í jafnréttismálum hefur engan kvenkyns forstjóra í fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni, aðeins 11% kvenna eru stjórnendur í 100 stærstu fyrirtækjunum, konur aðeins fjórðungur allra stjórnarmanna og um 22% af öllum framkvæmdastjórum og stýra síðast en ekki síst aðeins 9% fjármagns í landinu, eigum við enn langt í land og þörfin fyrir félag eins og FKA er svo sannarlega enn til staðar. FKA vinnur að því að hraða þeirri þróun að við náum jafnvægi og fjölbreytni.“Jafnréttismál eru ekki kvennamál Hrafnhildur segir að til þess að ná fram árangri í þessum efnum sé mikilvægt að nálgast jafnréttisumræðu heildstætt. „Jafnréttismál eru ekki kvennamál, þau eru málefni okkar allra,“ segir hún. „Það er mikilvægt að við nálgumst þau ekki út frá við og þið, heldur með því hugarfari að við séum ein heild að byggja upp atvinnulíf og þjóðfélag þar sem við fögnum fjölbreytileika og styrkleikum beggja kynja og fullnýtum þann mannauð sem býr í þjóðfélaginu.“ Sjá nánari umfjöllun í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
„Félag kvenna í atvinnulífinu er félag fyrir konur sem eru leiðtogar og stjórnendur og vilja stuðla að jafnvægi í atvinnulífinu,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA. „Það eru 1100 meðlimir, en konur sem gerast félagar í FKA leita fyrst og fremst í tengslanetið sem við byggjum upp, en vilja líka stuðninginn sem félagið veitir og vera hluti af hreyfiaflinu sem FKA er.“ Viðurkenningarhátíð FKA var haldin í 19. sinn í gær. Þar var þremur konum veitt viðurkenning fyrir eftirtektarvert framlag til atvinnulífsins. Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að jafnvægi milli kynjanna hafi ekki verið náð í atvinnulífinu sé mikilvægt að fagna þeim árangri sem náðst hefur. „Veiting FKA viðurkenningarinnar er liður í því að vekja athygli á árangri og framgangi kvenna,“ segir Hrafnhildur. „Við viljum vekja athygli á því sem vel er gert og þeim flottu kvenfyrirmyndum sem við höfum. FKA-viðurkenningin er veitt konu sem hefur verið öðrum sérstök hvatning og fyrirmynd, þakkarviðurkenningin er veitt fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnandi í atvinnulífinu og hvatningarviðurkenningin er veitt fyrir athyglisvert frumkvæði,“ segir Hrafnhildur. Í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu, má finna viðtöl við alla FKA viðurkenningarhafana.Fylgja #metoo eftir með aðgerðum„Stjórn FKA hvatti allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar,“ segir Hrafnhildur. „Markmiðið er að konur sýni #metoo byltingunni samstöðu og stuðning. FKA styður allar þær hugrökku konur sem hafa stigið fram og við treystum því að #metoo byltingin skili varanlegum breytingum. Stjórn FKA fundaði nú í janúar með nefndum, deildum og ráðum til að ræða aðgerðir í kjölfar byltingarinnar,“ segir Hrafnhildur. „#Metoo umræða verður liður í dagskrá stjórnar út árið til að fylgja byltingunni eftir með aðgerðum. Jafnframt hefur verið boðað til opinnar ráðstefnu þann 7. febrúar þar sem rætt verður hvaða áhrif #metoo hefur á fyrirtækjamenningu. Þar munu forseti Íslands, ráðherra jafnréttismála og úrvalshópur fyrirlesara ræða þessi mál,“ segir Hrafnhildur. „Það er mikilvægt að skoða hvernig við bregðumst við til framtíðar. Stóra málið er hvernig við breytum samfélaginu okkar, hvað við ætlum að gera í framhaldinu.“Ísland er fyrirmynd„Ísland er núna í efsta sæti yfir jöfnuð milli kynja í heiminum samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins, níunda árið í röð,“ segir Hrafnhildur. „Það er horft til okkar sem fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti. Við þurfum að vera þjóðin með kjarkinn, viljann til að taka erfið skref, þorið til að mistakast og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir. Við erum enn langt frá því að hafa náð fram jafnrétti og að fullnýta þá fjölbreytni sem býr í íslenskum mannauði,“ segir Hrafnhildur. „Á meðan það land sem er „best í heimi“ í jafnréttismálum hefur engan kvenkyns forstjóra í fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni, aðeins 11% kvenna eru stjórnendur í 100 stærstu fyrirtækjunum, konur aðeins fjórðungur allra stjórnarmanna og um 22% af öllum framkvæmdastjórum og stýra síðast en ekki síst aðeins 9% fjármagns í landinu, eigum við enn langt í land og þörfin fyrir félag eins og FKA er svo sannarlega enn til staðar. FKA vinnur að því að hraða þeirri þróun að við náum jafnvægi og fjölbreytni.“Jafnréttismál eru ekki kvennamál Hrafnhildur segir að til þess að ná fram árangri í þessum efnum sé mikilvægt að nálgast jafnréttisumræðu heildstætt. „Jafnréttismál eru ekki kvennamál, þau eru málefni okkar allra,“ segir hún. „Það er mikilvægt að við nálgumst þau ekki út frá við og þið, heldur með því hugarfari að við séum ein heild að byggja upp atvinnulíf og þjóðfélag þar sem við fögnum fjölbreytileika og styrkleikum beggja kynja og fullnýtum þann mannauð sem býr í þjóðfélaginu.“ Sjá nánari umfjöllun í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira