Iðnnám er töff Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað í samfélaginu til að fleiri sæki í iðnnám enda er viðvarandi skortur á iðnmenntuðu starfsfólki. Í Noregi er hlutfall þeirra sem ljúka námi úr iðn- og starfsgreinum í kringum 40 prósent en hér á landi er það 12-14 prósent. Það hefur lengi verið lítil aðsókn í iðngreinar hér á landi. Það er ein af af ástæðum þess að það er stöðugur skortur á smiðum, pípurum, múrurum og rafvirkjum, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Árið 2007 fóru einungis 14 prósent íslenskra nemenda í starfsnám að loknum grunnskóla á sama tíma og hlutfallið var 50 prósent í ríkjum Evrópusambandsins. Samhliða lítilli aðsókn í iðngreinar er mikið brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum en settar hafa verið fram ýmsar kenningar um ástæður þess. Hlutfall þeirra sem hverfa frá námi er 19 prósent hér á landi en 7-10 prósent á hinum Norðurlöndunum. Meðaltalið í Evrópu er 11 prósent. Vera kann að tengsl séu á milli lítillar eftirspurnar eftir iðnnámi og brotthvarfs úr framhaldsskólum. Margir nemendur sem myndu una hag sínum betur í iðnnámi finna sig knúna til að fara í hefðbundið bóknám vegna þrýstings úr nærumhverfi en finna sig ekki þar og hverfa frá námi. Ljóst er að lítil aðsókn í iðn- og verknám hér á landi skýrist að einhverju leyti af hugarfari. Á Íslandi er snobbað fyrir háskólanámi og það virðist vera útbreidd skoðun að háskólanám sé ávísun á velgengni. Mennt er máttur og háskólamenntun kemur yfirleitt alltaf að góðum notum þótt fólk starfi ekki beinlínis við það sem það menntaði sig til í háskóla. Hins vegar verður að útrýma þeirri þjóðsögu í samfélaginu að efnahagsleg velsæld og velgengni í veraldlegum skilningi sé aðeins möguleg að undangengnu háskólanámi. Í mörgum tilvikum er því einmitt þveröfugt farið. Þá þarf að hafa hugfast að algjört offramboð er af háskólamenntuðu starfsfólki í sumum greinum og má þar nefna sem dæmi lögfræði og viðskiptafræði. Ljóst er að aðeins hluti af þeim mikla fjölda sem leggur stund á lögfræði í háskólum landsins í dag mun finna starf við hæfi að lokinni útskrift. Það er út af fyrir sig sérstakt að hér á landi sé snobbað jafn mikið fyrir háskólanámi og raun ber vitni því að á Íslandi er launajöfnuður sá mesti innan allra ríkja OECD og hefur aukist á undanförnum árum. Það er því mun minni munur á launum háskólamenntaðra og iðnlærðra hér á landi en í öðrum ríkjum. Ljóst er að það verður erfitt að útrýma hugarfari sem hefur fest rætur hjá þjóðinni yfir margra ára tímabil. Jafnvel þótt það byggist á vanþekkingu. Foreldrar þurfa að eiga samtöl við börn sín inni á heimilum landsins um kosti ólíkra námsgreina. Skynsamir og vel upplýstir foreldrar letja ekki börn sín frá því að mennta sig í iðngreinum. Heiðarlegir lögfræðingar munu líka fyrstir manna viðurkenna að húsasmiðir eru miklu líklegri til að skapa verðmæti fyrir samfélagið en þeir sjálfir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað í samfélaginu til að fleiri sæki í iðnnám enda er viðvarandi skortur á iðnmenntuðu starfsfólki. Í Noregi er hlutfall þeirra sem ljúka námi úr iðn- og starfsgreinum í kringum 40 prósent en hér á landi er það 12-14 prósent. Það hefur lengi verið lítil aðsókn í iðngreinar hér á landi. Það er ein af af ástæðum þess að það er stöðugur skortur á smiðum, pípurum, múrurum og rafvirkjum, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Árið 2007 fóru einungis 14 prósent íslenskra nemenda í starfsnám að loknum grunnskóla á sama tíma og hlutfallið var 50 prósent í ríkjum Evrópusambandsins. Samhliða lítilli aðsókn í iðngreinar er mikið brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum en settar hafa verið fram ýmsar kenningar um ástæður þess. Hlutfall þeirra sem hverfa frá námi er 19 prósent hér á landi en 7-10 prósent á hinum Norðurlöndunum. Meðaltalið í Evrópu er 11 prósent. Vera kann að tengsl séu á milli lítillar eftirspurnar eftir iðnnámi og brotthvarfs úr framhaldsskólum. Margir nemendur sem myndu una hag sínum betur í iðnnámi finna sig knúna til að fara í hefðbundið bóknám vegna þrýstings úr nærumhverfi en finna sig ekki þar og hverfa frá námi. Ljóst er að lítil aðsókn í iðn- og verknám hér á landi skýrist að einhverju leyti af hugarfari. Á Íslandi er snobbað fyrir háskólanámi og það virðist vera útbreidd skoðun að háskólanám sé ávísun á velgengni. Mennt er máttur og háskólamenntun kemur yfirleitt alltaf að góðum notum þótt fólk starfi ekki beinlínis við það sem það menntaði sig til í háskóla. Hins vegar verður að útrýma þeirri þjóðsögu í samfélaginu að efnahagsleg velsæld og velgengni í veraldlegum skilningi sé aðeins möguleg að undangengnu háskólanámi. Í mörgum tilvikum er því einmitt þveröfugt farið. Þá þarf að hafa hugfast að algjört offramboð er af háskólamenntuðu starfsfólki í sumum greinum og má þar nefna sem dæmi lögfræði og viðskiptafræði. Ljóst er að aðeins hluti af þeim mikla fjölda sem leggur stund á lögfræði í háskólum landsins í dag mun finna starf við hæfi að lokinni útskrift. Það er út af fyrir sig sérstakt að hér á landi sé snobbað jafn mikið fyrir háskólanámi og raun ber vitni því að á Íslandi er launajöfnuður sá mesti innan allra ríkja OECD og hefur aukist á undanförnum árum. Það er því mun minni munur á launum háskólamenntaðra og iðnlærðra hér á landi en í öðrum ríkjum. Ljóst er að það verður erfitt að útrýma hugarfari sem hefur fest rætur hjá þjóðinni yfir margra ára tímabil. Jafnvel þótt það byggist á vanþekkingu. Foreldrar þurfa að eiga samtöl við börn sín inni á heimilum landsins um kosti ólíkra námsgreina. Skynsamir og vel upplýstir foreldrar letja ekki börn sín frá því að mennta sig í iðngreinum. Heiðarlegir lögfræðingar munu líka fyrstir manna viðurkenna að húsasmiðir eru miklu líklegri til að skapa verðmæti fyrir samfélagið en þeir sjálfir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun