Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftir eftirminnilegan sigur í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði síðastu vor en síðan hefur uppskera Valsmanna á móti Hafnarfjarðarliðunum verið ansi rýr.
Valsliðið fær tækifæri til að bæta úr því í Kaplakrika í kvöld þegar liðið heimsækir topplið FH í 18. umferð Olís-deildarinnar. Stórleikur FH og Vals hefst klukkan 19.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Stóra spurning er hvort Hafnarfjarðarblús Valsmanna haldi áfram í kvöld?
Valsliðið hefur þegar spilað þrjá deildar- eða bikarleiki á móti Hafnarfjarðarliðunum á leiktíðinni og tapað þeim öllum.
Í tveimur af þessum þremur leikjum hafa Valsmenn verið rassskelltir og þeim þriðja tapaði liðið á heimavelli.
Markatalan á móti Hafnarfjarðarliðunum er -23 sem þýðir að Valsliðið er búið að tapa öllum leikjum sínum á móti hafnfirsku liðunum með 7,7 mörkum að meðaltali.
Leikir Valsmanna við lið frá Hafnarfirði í vetur:
Deildin (22. október 2017) - 12 marka tap á móti FH (21-33)
Deildin (27. nóvember 2017) - 4 marka tap á móti Haukum (26-30)
Bikarinn (8. febrúar 2018) - 7 marka tap á móti Haukum (21-28)
Handbolti