Gaman að sjá að „tónlistin hafi haft tilætluð áhrif“ Guðný Hrönn skrifar 19. febrúar 2018 08:00 Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna 2018. VÍSIR/ERNIR Í gær voru norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin voru í Berlín og íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut þau fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Daníel gat ekki verið viðstaddur og umboðsmaður hans Edna Pletchetero tók því við þeim fyrir hans hönd. Verðlaunin tileinkaði hann félaga sínum, tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni, sem lést þann 9. febrúar. „Ég gat reyndar ekki farið út því ég er að stjórna upptökum á Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég sendi bara kveðjur með myndbandsupptöku,“ sagði Daníel glaður í bragði þegar blaðamaður náði tali af honum. Daníel er að vonum himinlifandi með viðurkenninguna. „Þetta er mikill heiður og ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég vona bara að þau verði til þess að myndin, Undir trénu, fái enn frekari athygli sem og íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð almennt.“ Dómnefndin rökstuddi verðlaunaafhendinguna með eftirfarandi hætti: „Hin frábæra tónlist Daníels virkar á köflum sem hálfgerð árás á skilningarvit áhorfandans. Upplifunin er unaðslega óþægileg, ef þannig mætti orða það. Hljóðrásin veitir hinni brengluðu kvikmynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tónræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvikmyndatónlist.“Stöðugt samtal Spurður út í hvernig honum líði við að lesa umsögn dómnefndar segir Daníel: „Það er alltaf gaman að lesa það sem einhver annar segir. Mér finnst bara gott að fólk noti svona sterk lýsingarorð og að tónlistin hafi haft tilætluð áhrif. Það var alltaf hugsunin hjá mér og Hafsteini að tónlistin væri svolítið afgerandi og væri stór hluti af myndinni þó að hún væri kannski notuð sparlega. Og það held ég að hafi tekist ágætlega.“ Aðspurður nánar út í samstarf hans og Hafsteins Gunnars segir Daníel að þeir hafi verið í stöðugu samtali frá því að myndin var bara handrit. „Við vorum í miklu sambandi alveg frá fyrstu stigum. Við náðum að tala nóg um tónlistina, en svo er alltaf eitt að tala um tónlist og annað að hlusta á hana og búa hana til. Ég gerði nokkuð mikið af skissum og prufum og svo sigtuðum við úr því. Það var mjög gott, að vinna þannig, því Hafsteinn var kominn með nóg af tónlist á meðan hann var enn að klippa myndina. Þegar Daníel er spurður út í hvort hann ætli að semja meiri kvikmyndatónlist á næstu misserum segir hann: „Já, það er eitthvað í pípunum en ekki beint eitthvað sem ég get talað um akkúrat núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Í gær voru norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin voru í Berlín og íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut þau fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Daníel gat ekki verið viðstaddur og umboðsmaður hans Edna Pletchetero tók því við þeim fyrir hans hönd. Verðlaunin tileinkaði hann félaga sínum, tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni, sem lést þann 9. febrúar. „Ég gat reyndar ekki farið út því ég er að stjórna upptökum á Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég sendi bara kveðjur með myndbandsupptöku,“ sagði Daníel glaður í bragði þegar blaðamaður náði tali af honum. Daníel er að vonum himinlifandi með viðurkenninguna. „Þetta er mikill heiður og ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég vona bara að þau verði til þess að myndin, Undir trénu, fái enn frekari athygli sem og íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð almennt.“ Dómnefndin rökstuddi verðlaunaafhendinguna með eftirfarandi hætti: „Hin frábæra tónlist Daníels virkar á köflum sem hálfgerð árás á skilningarvit áhorfandans. Upplifunin er unaðslega óþægileg, ef þannig mætti orða það. Hljóðrásin veitir hinni brengluðu kvikmynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tónræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvikmyndatónlist.“Stöðugt samtal Spurður út í hvernig honum líði við að lesa umsögn dómnefndar segir Daníel: „Það er alltaf gaman að lesa það sem einhver annar segir. Mér finnst bara gott að fólk noti svona sterk lýsingarorð og að tónlistin hafi haft tilætluð áhrif. Það var alltaf hugsunin hjá mér og Hafsteini að tónlistin væri svolítið afgerandi og væri stór hluti af myndinni þó að hún væri kannski notuð sparlega. Og það held ég að hafi tekist ágætlega.“ Aðspurður nánar út í samstarf hans og Hafsteins Gunnars segir Daníel að þeir hafi verið í stöðugu samtali frá því að myndin var bara handrit. „Við vorum í miklu sambandi alveg frá fyrstu stigum. Við náðum að tala nóg um tónlistina, en svo er alltaf eitt að tala um tónlist og annað að hlusta á hana og búa hana til. Ég gerði nokkuð mikið af skissum og prufum og svo sigtuðum við úr því. Það var mjög gott, að vinna þannig, því Hafsteinn var kominn með nóg af tónlist á meðan hann var enn að klippa myndina. Þegar Daníel er spurður út í hvort hann ætli að semja meiri kvikmyndatónlist á næstu misserum segir hann: „Já, það er eitthvað í pípunum en ekki beint eitthvað sem ég get talað um akkúrat núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00