„Ansi margir að missa vinnuna sína“ Guðný Hrönn skrifar 17. febrúar 2018 13:00 Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson standa á tímamótum. Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira