Ólafía og Valdís ekki í sama ráshópi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir munu brjóta blað í íslenskri golfsögu í nótt þegar þær verða báðar á meðal þátttakenda á ISPS Handa LPGA-mótinu sem fer fram í Ástralíu um helgina. Aldrei fyrr hafa tveir íslenskir kylfingar keppt á sama móti á sterkustu atvinnumótaröð heims. Þær eru þó ekki saman í ráshópi og spila raunar á svo ólíkum tímum að það er líklegra að þær hittist á milli hringja. Ólafía Þórunn hefur keppni klukkan 08.06 að staðartíma en Valdís Þóra klukkan 13.29. Það þýðir að Ólafía Þórunn mun byrja að spila klukkan 21.36 að íslenskum tíma í kvöld en Valdís Þóra klukkan 02.59 í nótt. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Cydney Clanton og Angela Stanford. Sú síðarnefnda er þaulreynd og hefur fimm sinnum fagnað sigri á LPGA-móti. Báðar eru frá Bandaríkjunum. Valdís Þóra, sem er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en keppir nú á sínu fyrsta LPGA-móti, er í ráshópi með Paula Reto frá Suður Afríku og Saranporn Langkulgasettri frá Tælandi. Bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 02.00 í nótt. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir munu brjóta blað í íslenskri golfsögu í nótt þegar þær verða báðar á meðal þátttakenda á ISPS Handa LPGA-mótinu sem fer fram í Ástralíu um helgina. Aldrei fyrr hafa tveir íslenskir kylfingar keppt á sama móti á sterkustu atvinnumótaröð heims. Þær eru þó ekki saman í ráshópi og spila raunar á svo ólíkum tímum að það er líklegra að þær hittist á milli hringja. Ólafía Þórunn hefur keppni klukkan 08.06 að staðartíma en Valdís Þóra klukkan 13.29. Það þýðir að Ólafía Þórunn mun byrja að spila klukkan 21.36 að íslenskum tíma í kvöld en Valdís Þóra klukkan 02.59 í nótt. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Cydney Clanton og Angela Stanford. Sú síðarnefnda er þaulreynd og hefur fimm sinnum fagnað sigri á LPGA-móti. Báðar eru frá Bandaríkjunum. Valdís Þóra, sem er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en keppir nú á sínu fyrsta LPGA-móti, er í ráshópi með Paula Reto frá Suður Afríku og Saranporn Langkulgasettri frá Tælandi. Bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 02.00 í nótt.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira