Getur verið vesen að vera eineggja tvíburar Guðný Hrönn skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar. Vísir/ernir Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Sjá meira
Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Sjá meira