Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live en á tónleikunum mun Helgi fara yfir allan ferilinn dyggilega studdur af húsbandi skipuðum færustu hljóðfæraleikurum landsins, bakröddum og góðum gestum.
Í tilkynningunni segir að ekkert verði til sparað og er markmiðið að tónleikarnir verði sem eftirminnilegastir.
Miðasalan fer af stað innan tíðar. Sjálfur segir Helgi að hann muni frumflytja nýtt lag á næstunni.
Hér að neðan má hlusta á brot úr nýja laginu frá Holy B.