„Var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty „Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða