Falin stilling orsakaði hljóðvandræði hjá Aroni Hannesi og félögum Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:30 Aron Hannes mun flytja lag sitt Golddigger í úrslitum Söngvakeppninnar. RÚV Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll.
Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira