Telja bókum sínum streymt í leyfisleysi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00