Telja bókum sínum streymt í leyfisleysi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Sjá meira
Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Sjá meira
Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00