Skarð Helenu varð ekki fyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2018 06:30 Helena í leik með Stjörnunni. vísir/eyþór Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira