Rappararnir Jói Pé og Króli verða á meðal listamanna sem koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal. Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en þeir unnu til fjögurra verðlauna á Hlustendaverðlaununum í flokkunum besta lag ársins, besti flytjandi ársins, nýliði ársins og besta plata ársins! Einnig er poppkóngurinn Páll Óskar staðfestur en hann hefur tryllt Dalinn á fjölmörgum hátíðum í gegnum tíðina.
Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar kemur fram að á morgun bætist í hóp listamanna hljómsveit sem hefur ekki spilað lengi á hátíðinni og er talið ljóst að margir munu fagna þeirri tilkynningu enda á sínum tíma langvinsælasta hljómsveit landsins sem á eina mest seldu plötu allra tíma á Íslandi.
Forsala miða hefst á morgun https://dalurinn.is/
Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari
