Everton komst aftur á sigurbraut

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cenk Tosun skoraði sitt fyrsta mark á Goodison Park fyrir Everton í dag
Cenk Tosun skoraði sitt fyrsta mark á Goodison Park fyrir Everton í dag vísir/getty
Everton virðist ósigrandi á heimavelli um þessar mundir og þar var engin breyting á þegar Brighton kom í heimsókn á Goodison Park. Everton fór með 2-0 sigur eftir að hafa tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum sem voru á útivelli.

Eftir markalausan fyrri hálfleik braut everton ísinn eftir klukktíma leik. Í fyrstu sín leit út fyrir að Theo Walcott ætti markið sem kom eftir fyrirgjöf Yannick Bolasie en markanefnd hefur úrskurðað það sjálfsmark Gaetan Bong.

Markið kveikti í leikmönnum Everton og korteri seinna var Tyrkinn Cenk Tosun búinn að tvöfalda forystuna með fyrsta marki sínu á Goodison Park. Markið var ekki af verri endanum, Leighton Baines á fyrirgjöfina sem Gylfi Þór Sigurðsson lét fara og Tosun þrumar boltanum í slánna og inn.

Leikurinn fór úr öskunni í eldinn fyrir Brighton þegar Anthony Knockaert lét reka sig af velli á 80. mínútu með háskalegri tæklingu á Leighton Baines.

Everton fékk vítaspyrnu á loka mínútum venjulegs leiktíma þegar Shane Duffy braut klaufalega á Dominic Calvert-Lewin. Það var ekki mikið í brotinu en nóg til að réttlæta megi að Calvert-Lewin fari til jarðar og spyrnan dæmd. Wayne Rooney brenndi hins vegar af spyrnunni og Mathew Ryan bjargar Brighton frá frekari niðurlægingu.

Með sigrinum fer Everton í 37 stig og upp í níunda sæti úrvalsdeildarinnar, upp fyrir Brighton og Watford.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira