Hvern gæti Man City sótt í stað Rodri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 23:03 Pierre Lees-Melou, leikmaður Brest, í Frakklandi, er óvænt á lista BBC yfir þá leikmenn sem Man City gæti sótt til að fylla skarð Rodri. Jean Catuffe/Getty Images Fyrr í dag staðfesti enska knattspyrnufélagið Manchester City að spænski miðjumaðurinn Rodri væri með slitið krossband í hné. Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira