Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 26-29 | Fram vann sæti í úrslitunum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:00 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/anton Fram er komið í úrslitaleik Coca-cola bikarsins eftir sigur á ÍBV í dag, 26-29. Fram hélt forystu nær allan leikinn en staðan í hálfleik 11-17 Fram í vil Leikurinn byrjaði heldur rólega en staðan var 1-3 fyrir Fram eftir 10 mínútur. Það var hátt spennustigið í höllinni en bæði lið voru að gera sig sek um mistök í sókn og vörn fyrsta stundarfjórðunginn og ótal tapaðir boltar hjá báðum liðum. ÍBV vaknaði til lífs eftir 10 mínútna leik og svaraði þá með 4-1 kafla. Eyjastúlkur komu þá sterkar inní leikinn sem var jafn næstu mínúturnar en Fram tók svo völdin aftur og náði góðri forystu á síðasta þriðjungnum og leiddu með 6 mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 11-17. Fram hélt uppteknum hætti og bætti við forystuna þegar liðið mætti út í síðari hálfleikinn en í stöðunni 12-19 gerðu Eyjastúlkur áhlaup og náðu að minnka leikinn niður í eitt mark, 20-21. Stemningin var með ÍBV þá stundina en þeim tókst ekki að nýta sér þann meðbyr sem þær höfðu og Fram náði fljótlega góðri forystu til að klára leikinn sem og þær gerðu, 26-29 urðu lokatölur. Sanngjarn sigur Fram sem mæta Haukum eða KA/Þór í úrslitum á laugardaginn. Af hverju vann FramFram stúlkur voru sterkari á flest öllum vígstöðvum í dag, fyrri hálfleikurinn skóp þeirra sigur. Það var erfitt fyrir ÍBV að koma til baka 6 mörkum undir í seinni hálfleik. Vörn og markvarsla var flott hjá Fram og skilaði það þeim sigrinum. Þrátt fyrir að hleypa ÍBV inní leikinn þá sýndu þær karakter og liðsheild sem gafst ekki upp og voru þær ekki tilbúnar að gefa leikinn frá sér. Hverjar stóðu uppúrGuðrún Ósk Maríasdóttir var frábær í marki Fram með 40% markvörslu og þá átti Sigurbjörg Jóhannsdóttir góðan leik, skoraði 7 mörk. Besti leikmaður ÍBV í dag var Ester Óskarsdóttir, skilaði sínu í vörn og sókn. Atkvæðamest í liði eyjamanna var Sandra Erlingsdóttir með 8 mörk, þar af 6 úr vítum. Hvað gekk illa Báðum liðum gekk illa að byrja leikinn, voru að kasta boltanum frá sér. ÍBV gekk illa í vörninni stóran hluta leiksins og Fram náði ítrekað að sundurspila þeirra vörn en það tók líka á fyrir ÍBV að elta allan leikinn. Steinunn: Alls ekki þæginlegur sigur „Við spiluðum vel í dag“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram að leik loknum „Við duttum aðeins niður í upphafi seinni hálfleiks, töluðum einmitt um það í hálfleik að passa uppá að halda okkar skipulagi. En heilt yfir bara góður sigur, mikil barátta í liðinu, samheldni og karakter frá okkur.“ Leikurinn byrjaði heldur rólega hjá báðum liðum, vörnin sein og tapaðir boltar í sókninni einkenndu fyrstu mínúturnar. Spennustigið jafnvel í hærra lagi en það getur oft verið í stórum leik sem þessum. „Þetta var svona týpísk byrjun á úrslitaleik, tæknifeilar hjá báðum liðum en svo náðum við skipulagi varnarlega og náum þá yfirvegun sóknarlega, fram að því vorum við alltof mikið að flýta okkur að henda boltanum fram, en þetta kom hjá okkur þegar við náðum ró á liðið“ sagði Steinunn sem segir fyrri hálfleikinn hafa skilað þeim sigrinum í dag. „Við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik, sóknarleikurinn var flottur hjá okkur, við vorum að splúndra vörninni þeirra en á sama tíma fannst mér við góðar varnarlega og héldum okkar skipulagi. Þrátt fyrir þetta áhlaup frá þeim í upphafi seinni hálfleiks þá var meiri karakter í okkar liði.“ Fram náði þegar mest var 7 marka forystu en ÍBV tókst að minnka það niður í eitt mark með frábærum upphafs kafla í síðari hálfleik, Steinunn segir að farið hafi um liðið á þeim tímapunkti en að liðsheildin og karakterinn í þeirra liði hafi unnið. „Maður er alltaf smeikur við það að missa forystuna svona niður en við náðum tveimur auðveldum mörkum á þær í kjölfarið og þá náðum við að koma ró á okkur lið aftur. Við vissum alveg að þetta lið myndi aldrei gefast upp. Þetta var ekki þæginlegur sigur, alls ekki, en mér fannst við hafa meðbyrin, það var þessi yfirvegun og allir leikmenn voru líkir sjálfum sér frá upphafi“ sagði Steinunn sem þakkar Guðrúni Ósk fyrir sitt framlag í markinu. „Við getum alltaf treyst á að hún taki þessa bolta þegar við misstígum okkur varnarlega og það gefur okkur auðvitað aukið sjálfstraust.“ Stemningin í höllinni var flott, bæði lið fengu góðan stuðning frá sínu fólki og þakkar Steinunn stuðningsmönnum Fram fyrir þá stemningu sem þau færðu þeim. „Það var skemmtileg bikarstemming, það er svo gaman þegar áhorfendur eru mættir snemma, þegar við erum í upphitun og hvetja okkur áfram. Ég vona að þetta hvetji Framara til að mæta á laugardaginn og vonandi fáum við tvíhöfða“ sagði Steinunn að lokum en karlalið Fram er einni í undanúrslitum og geta því Framar fengið tvíhöfða á laugardaginn. Hrafnhildur: Ég var orðin bjartsýn „Drullufúlt, hundleiðinlegt og alls ekki það sem við ætluðum okkur“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þetta var erfitt, sérstaklega í fyrrihálfleik, þá lendum við 7 mörkum undir og þurftum að fara að elta, það fór mikil orka í það“ Eyjastúlkur náðu að koma sér inní leikinn aftur eftir að hafa lent 7 mörkum undir í síðari hálfleik en rétt eins og Hrafhildur segir þá fór mikil orka í þann kafla og ÍBV keyrði leikinn á fáum leikmönnum. „Þegar við minnkum niður í eitt mark þá varð maður svo ótrúlega bjartsýnn á að þetta kæmi, stemningin var okkar megin og ég var orðin mjög bjartsýn, en það var fljótt slegið niður aftur þegar þær ná fljótlega þremur mörkum á okkur. Þá er erfitt að koma aftur til baka, við spiluðum ekki á mörgum leikmönnum í dag, ég hefði kannski átt að gera það. Þær voru orðnar mjög þreyttar margar þarna enda hraður leikur og mikið hlaupið.“ Hrafnhildur segir Fram hafa verið betri í dag og að gegn liði sem Fram þarftu að ná markvörslu á pari „9 boltar er bara of lítið fyrir okkar markmenn, sérstaklega þar sem maður veit að Guðrún Ósk (Maríasdóttir) er alltaf með sína 17-18 bolta í leik, það þarf bara að hafa svipaða markvörslu til að geta hangið í Fram, það er bara svoleiðis. Fram var að spila betri vörn og voru með betri markvörslu en við í dag.“ sagði Hrafnhildur en aðspurð um framhaldið segir hún að það sé ennþá titill í boði og stefnan sé sett á hann. “Nú er það deildin, úrslitakeppnin er eftir og það er ennþá titill í boði svo það er bara að halda áfram.“ Íslenski handboltinn
Fram er komið í úrslitaleik Coca-cola bikarsins eftir sigur á ÍBV í dag, 26-29. Fram hélt forystu nær allan leikinn en staðan í hálfleik 11-17 Fram í vil Leikurinn byrjaði heldur rólega en staðan var 1-3 fyrir Fram eftir 10 mínútur. Það var hátt spennustigið í höllinni en bæði lið voru að gera sig sek um mistök í sókn og vörn fyrsta stundarfjórðunginn og ótal tapaðir boltar hjá báðum liðum. ÍBV vaknaði til lífs eftir 10 mínútna leik og svaraði þá með 4-1 kafla. Eyjastúlkur komu þá sterkar inní leikinn sem var jafn næstu mínúturnar en Fram tók svo völdin aftur og náði góðri forystu á síðasta þriðjungnum og leiddu með 6 mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 11-17. Fram hélt uppteknum hætti og bætti við forystuna þegar liðið mætti út í síðari hálfleikinn en í stöðunni 12-19 gerðu Eyjastúlkur áhlaup og náðu að minnka leikinn niður í eitt mark, 20-21. Stemningin var með ÍBV þá stundina en þeim tókst ekki að nýta sér þann meðbyr sem þær höfðu og Fram náði fljótlega góðri forystu til að klára leikinn sem og þær gerðu, 26-29 urðu lokatölur. Sanngjarn sigur Fram sem mæta Haukum eða KA/Þór í úrslitum á laugardaginn. Af hverju vann FramFram stúlkur voru sterkari á flest öllum vígstöðvum í dag, fyrri hálfleikurinn skóp þeirra sigur. Það var erfitt fyrir ÍBV að koma til baka 6 mörkum undir í seinni hálfleik. Vörn og markvarsla var flott hjá Fram og skilaði það þeim sigrinum. Þrátt fyrir að hleypa ÍBV inní leikinn þá sýndu þær karakter og liðsheild sem gafst ekki upp og voru þær ekki tilbúnar að gefa leikinn frá sér. Hverjar stóðu uppúrGuðrún Ósk Maríasdóttir var frábær í marki Fram með 40% markvörslu og þá átti Sigurbjörg Jóhannsdóttir góðan leik, skoraði 7 mörk. Besti leikmaður ÍBV í dag var Ester Óskarsdóttir, skilaði sínu í vörn og sókn. Atkvæðamest í liði eyjamanna var Sandra Erlingsdóttir með 8 mörk, þar af 6 úr vítum. Hvað gekk illa Báðum liðum gekk illa að byrja leikinn, voru að kasta boltanum frá sér. ÍBV gekk illa í vörninni stóran hluta leiksins og Fram náði ítrekað að sundurspila þeirra vörn en það tók líka á fyrir ÍBV að elta allan leikinn. Steinunn: Alls ekki þæginlegur sigur „Við spiluðum vel í dag“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram að leik loknum „Við duttum aðeins niður í upphafi seinni hálfleiks, töluðum einmitt um það í hálfleik að passa uppá að halda okkar skipulagi. En heilt yfir bara góður sigur, mikil barátta í liðinu, samheldni og karakter frá okkur.“ Leikurinn byrjaði heldur rólega hjá báðum liðum, vörnin sein og tapaðir boltar í sókninni einkenndu fyrstu mínúturnar. Spennustigið jafnvel í hærra lagi en það getur oft verið í stórum leik sem þessum. „Þetta var svona týpísk byrjun á úrslitaleik, tæknifeilar hjá báðum liðum en svo náðum við skipulagi varnarlega og náum þá yfirvegun sóknarlega, fram að því vorum við alltof mikið að flýta okkur að henda boltanum fram, en þetta kom hjá okkur þegar við náðum ró á liðið“ sagði Steinunn sem segir fyrri hálfleikinn hafa skilað þeim sigrinum í dag. „Við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik, sóknarleikurinn var flottur hjá okkur, við vorum að splúndra vörninni þeirra en á sama tíma fannst mér við góðar varnarlega og héldum okkar skipulagi. Þrátt fyrir þetta áhlaup frá þeim í upphafi seinni hálfleiks þá var meiri karakter í okkar liði.“ Fram náði þegar mest var 7 marka forystu en ÍBV tókst að minnka það niður í eitt mark með frábærum upphafs kafla í síðari hálfleik, Steinunn segir að farið hafi um liðið á þeim tímapunkti en að liðsheildin og karakterinn í þeirra liði hafi unnið. „Maður er alltaf smeikur við það að missa forystuna svona niður en við náðum tveimur auðveldum mörkum á þær í kjölfarið og þá náðum við að koma ró á okkur lið aftur. Við vissum alveg að þetta lið myndi aldrei gefast upp. Þetta var ekki þæginlegur sigur, alls ekki, en mér fannst við hafa meðbyrin, það var þessi yfirvegun og allir leikmenn voru líkir sjálfum sér frá upphafi“ sagði Steinunn sem þakkar Guðrúni Ósk fyrir sitt framlag í markinu. „Við getum alltaf treyst á að hún taki þessa bolta þegar við misstígum okkur varnarlega og það gefur okkur auðvitað aukið sjálfstraust.“ Stemningin í höllinni var flott, bæði lið fengu góðan stuðning frá sínu fólki og þakkar Steinunn stuðningsmönnum Fram fyrir þá stemningu sem þau færðu þeim. „Það var skemmtileg bikarstemming, það er svo gaman þegar áhorfendur eru mættir snemma, þegar við erum í upphitun og hvetja okkur áfram. Ég vona að þetta hvetji Framara til að mæta á laugardaginn og vonandi fáum við tvíhöfða“ sagði Steinunn að lokum en karlalið Fram er einni í undanúrslitum og geta því Framar fengið tvíhöfða á laugardaginn. Hrafnhildur: Ég var orðin bjartsýn „Drullufúlt, hundleiðinlegt og alls ekki það sem við ætluðum okkur“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þetta var erfitt, sérstaklega í fyrrihálfleik, þá lendum við 7 mörkum undir og þurftum að fara að elta, það fór mikil orka í það“ Eyjastúlkur náðu að koma sér inní leikinn aftur eftir að hafa lent 7 mörkum undir í síðari hálfleik en rétt eins og Hrafhildur segir þá fór mikil orka í þann kafla og ÍBV keyrði leikinn á fáum leikmönnum. „Þegar við minnkum niður í eitt mark þá varð maður svo ótrúlega bjartsýnn á að þetta kæmi, stemningin var okkar megin og ég var orðin mjög bjartsýn, en það var fljótt slegið niður aftur þegar þær ná fljótlega þremur mörkum á okkur. Þá er erfitt að koma aftur til baka, við spiluðum ekki á mörgum leikmönnum í dag, ég hefði kannski átt að gera það. Þær voru orðnar mjög þreyttar margar þarna enda hraður leikur og mikið hlaupið.“ Hrafnhildur segir Fram hafa verið betri í dag og að gegn liði sem Fram þarftu að ná markvörslu á pari „9 boltar er bara of lítið fyrir okkar markmenn, sérstaklega þar sem maður veit að Guðrún Ósk (Maríasdóttir) er alltaf með sína 17-18 bolta í leik, það þarf bara að hafa svipaða markvörslu til að geta hangið í Fram, það er bara svoleiðis. Fram var að spila betri vörn og voru með betri markvörslu en við í dag.“ sagði Hrafnhildur en aðspurð um framhaldið segir hún að það sé ennþá titill í boði og stefnan sé sett á hann. “Nú er það deildin, úrslitakeppnin er eftir og það er ennþá titill í boði svo það er bara að halda áfram.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti