„Svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2018 13:15 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena. Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena.
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira