Auglýsingarnar eru fyrir Toy Story Land sem stórfyrirtækin Disney og Pixar standa að. Um er að ræða skemmtigarð sem mun opna í sumar, sem hluti af hinum víðfræga Disneygarði í Flórída. Eins og nafnið gefur til kynna munu tæki garðsins og skreytingar hans byggja alfarið á hinum sívinsæla Leikfangasögubálki.
Í auglýsingunum þremur má sjá bolta rúlla í gegnum bandarískar borgir og fallegt landslag áður en hann og leikfangahundurinn Slinkur koma á áfangastað í Toy Story Land.
Auglýsingarnar má sjá hér að neðan en með leikstjórn þeirra fóru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson.
Nánari upplýsingar um garðinn má nálgast á vef Entertainment Weekly.
The #FollowTheBall has arrived @WaltDisneyWorld, but the fun has only just begun. Get ready to #PlayBig at Toy Story Land, opening this summer! https://t.co/r8RUd0Hfn2 pic.twitter.com/3DtQeMRlTR
— Walt Disney World (@WaltDisneyWorld) March 5, 2018
Get ready to shrink down to the size of a toy and play big. But for now...#FollowTheBall pic.twitter.com/jXXNbLJ3cQ
— Walt Disney World (@WaltDisneyWorld) March 5, 2018