Lífið

Heyrðu Eurovision-framlag Finna í ár

Birgir Olgeirsson skrifar
Saara Aalto.
Saara Aalto. Vísir/Getty
Nú er orðið ljóst að söngkonan Saara Aalto mun flytja lagið Monsters fyrir hönd Finna í Eurovision í ár. Finnski ríkisfjölmiðillinn YLE hafði ákveðið að Saara yrði fulltrúi Finna, samin voru þrjú lög og fékk svo finnska þjóðin að kjósa um hvert þeirra yrði fyrir valinu. 

Finnar höfðu hingað til haldið undankeppni í ætt við Söngvakeppni Sjónvarpsins en ákváðu þetta árið að fara þessa leið, að velja flytjandann fyrir fram og að þjóðin myndi kjósa um hvaða laga hann mun flytja. 

Saara er fædd árið 1987 en hún hóf þátttöku í hæfileikakeppnum fyrir um tíu árum. Hún hafnaði í öðru sæti í The Voice í Finnlandi árið 2012 og hefur nokkrum sinnum tekið þátt í undankeppninni þar í landi.

Hún varð í öðru sæti í undankeppninni árið 2011 og í öðru sæti árið 2016. Hún tók þátt í X Factor í Bretlandi árið 2016 þar sem hún hafnaði í öðru sæti. Hér fyrir neðan má heyra lögin þrjú sem finnska þjóðin gat valið úr sem fyrr segir varð Monsters fyrir valinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.