Látum ekki hafa okkur að fíflum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. mars 2018 10:00 Guðmundur, Sólveig, Daníel og Barbara fyrir utan heimili Sólveigar. Vísir/Ernir Sólveig Anna Jónsdóttir sem fer fyrir B-framboði til stjórnar Eflingar stéttarfélags býður upp á kaffi á heimili sínu í austurborginni. Þangað eru mætt Barbara Sawka, stuðningskona framboðsins, Guðmundur Baldursson og Daníel Örn Arnarsson sem eru á listanum, til að segja frá lífi sínu og kjörum. Þau eiga það öll sameiginlegt að vilja breytingar í Eflingu stéttarfélagi. Mikill titringur er vegna framboðs svonefnds B-lista til stjórnar Eflingar og stjórnar félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir listann en Ingvar Vigur Halldórsson leiðir A-listann. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem verður kosið um nýja stjórn. Meðlimir Eflingar eru hátt í þrjátíu þúsund og þeir sem taka þátt í framboðinu með Sólveigu segja verkalýðsfélögin hafa samþykkt láglaunastefnu og vilja harðari baráttu fyrir betri kjörum. Fyrir nokkrum árum stefndi í það að kjarasamningum sem eiga að halda til áramóta yrði sagt upp. Það fór næstum svo. Meirihluti félagsmanna vildi fella kjarasamninga vegna algjörs forsendubrests. En meirihluti formanna félaganna vildi bíða og undirbúa kjarabaráttu. Þið hafið væntanlega fylgst með þessu?Sólveig Anna: Það er mikil óánægja meðal félagsmanna vegna kjarasamninga. Átta af hverjum tíu sem starfa á leikskólum borgarinnar eru óánægð eða mjög óánægð með kjör sín. Yfirgnæfandi meirihluti og það segir margt.Daníel Örn: Þekkir þú einhverja sem vinnur á leikskóla og er ekki í annarri vinnu? Margar sem ég þekki eru að skúra kvöldin.Sólveig Anna: Þetta er rosalegur þrældómur.Guðmundur: Ég heyrði ágæta skýringu um daginn á því að við eigum met í geðlyfjanotkun. Það er af því að við erum oft í mörgum störfum og vinnum langan vinnudag. Mér finnst það sennileg skýring.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRÁ aldrei frí Segið mér frá ykkur. Barbara, hvað gerir þú?Barbara: Ég vinn á Landakoti. Ég er félagsliði þar og vinn við aðhlynningu. Hef gert það í átján ár. Ég vinn líka sem félagsliði í Kópavogi á sambýli fyrir heilabilaða. Það hefur komið fyrir að ég hafi unnið nærri því allan sólarhringinn. Tekið dagvakt á Landakoti og næturvakt í Kópavogi. En ég reyni að gæta mín. Ég er í 100% starfi á Landakoti og 30% starfi í Kópavogi. Þannig að ég vinn 130% starf. En með yfirvinnu má segja að ég sé í 200% starfi. Grunnlaun mín á Landakoti þar sem ég vinn 80% næturvaktir til að fá álag eru 405 þúsund krónur. Ég fæ svo útborgaðar 80 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir vinnu mína á sambýlinu í Kópavogi. Það svíður. Af hverju á ég að borga fullan skatt fyrir aukavinnuna? Það er ekki hægt að bjarga sér. Ég vinn allar helgar og á aldrei frí. Einhver gæti spurt mig: Hvers vegna gerir þú þetta? Svarið er að ég á ekkert val. Ég hef alltaf verið ein með mínar tvær hendur. Ég hefði aldrei komist af í einni vinnu. Ég hefði ekki getað greitt leigu. Ég hefði ekki getað séð fyrir börnunum mínum tveimur. Og get það varla í dag. Nú er ég orðin amma og dóttir mín er núna föst í fátæktargildrunni. Hún er á leigumarkaði. Greiðir 200 þúsund krónur fyrir kytru og fær 240 þúsund krónur útborgaðar. Þegar hún var nýbökuð móðir var ekkert til. Bara ekkert! Og enga aðstoð að fá. Þegar hún reyndi að leita eftir aðstoð félagsyfirvalda þá var hún spurð: Áttu ekki foreldra sem geta hjálpað þér?Sólveig: Þannig virkar það á Íslandi.Barbara: Ég var brjáluð. Ég fór og spurði: Hvar eru skattpeningarnir mínir? Allt sem ég borga í skatt? Eins og ég vinn mikið. Ég vil fá þá til að aðstoða dóttur mína.Sólveig: Frænka mín missti húsnæði sitt og var í miklum vandræðum og þetta voru svörin sem hún fékk. Þú verður bara að leita til fjölskyldunnar. Annars er það bara Kvennaathvarfið. Þetta er ótrúlegt.Fjarlægi pabbinnDaníel: Ég er bílstjóri og vinn við það að bjarga geðheilsu landans. Ég ferðast á milli vinnustaða og hef eftirlit með kaffivélum. Ég vinn níu tíma á dag. Vinnustaðurinn er í Hafnarfirði en ég bý í póstnúmeri 104. Ég þarf því að leggja af stað klukkan hálf átta á morgnana. Ég hef þannig ekki tækifæri til að koma börnunum mínum í leikskóla eða til dagmömmu. Ég er búinn að vinna klukkan fimm og er ekki kominn heim fyrr en um hálf sex leytið. Ég er ekki hoppandi hamingjusamur með launin og ég er að missa af börnunum mínum. Upp á síðkastið hef ég hugsað sífellt meira um þetta. Til hvers er þetta allt saman? Ef ég get ekki einu sinni verið með börnunum? Ég kem heim, elda matinn og svo fara þau í háttinn. Þetta er bara örlítil stund sem ég á með þeim. Ég kann ekki að meta það að vera fjarlægi pabbinn. Það á enginn að þurfa að vinna svona. Konan mín er í tveimur vinnum, vinnur hjá Þjóðskrá og er líka með ráðgjöf hjá Stígamótum. Hún kemur líka krökkunum í leikskóla og til dagmömmu og sækir þau svo. Þið getið rétt ímyndað ykkur álagið á henni.Ábyrgðin skilar sér ekkiGuðmundur: Ég vinn sem rútubílstjóri og hef gert síðastliðin fimm ár. Ég er ansi langt fyrir neðan ykkur hin í launum. Föst laun mín í dagvinnu eru 283.000 krónur. Af hverju eru menn í þessu? mætti spyrja. Í fyrsta lagi þá er þetta skemmtilegt starf. Mikið af fólki og maður er á ferðinni um landið. En þetta er gríðarlega mikil vinna og mikil ábyrgð. Við höfum stundum verið að bera okkur saman við flugstjóra, sem bera mikla ábyrgð. Með fjölda manns í flugvélinni. Við erum líka með mikinn fjölda manns, 60 manns, í bílunum. Við berum líka ábyrgð en það sést ekki á laununum. Og talandi um ábyrgð. Bankamenn bera líka ábyrgð. En svo þegar allt fer til andskotans þá bera þeir enga ábyrgð. Við berum hins vegar ábyrgð alla leið og þó með þessi smánarlaun. Ef ég lendi í slysi þá er hægt að saka mig um manndráp af gáleysi. Þá er sótt á mig. Þetta er smánarlegt. Fyrir síðustu kjarasamninga var ég í samninganefnd. Við vildum fá sér kjarasamninga fyrir rútubílstjóra og Sigurður Bessason vildi taka sér góðan tíma í að skoða það. Og kallaði svo á okkur og sagði að það væri ekki hægt. Það væri ekki innan lagaramma Eflingar. Svo sagði hann: En þið eruð með ágætis meðallaun. Meðallaun? svaraði ég þá. Áttu ekki að spyrja um dagvinnulaun? Atvinnurekendur vilja bara ræða þessar tölur. Enda eru þær hærri með yfirvinnu. Það gengur ekki. Ung hjón geta hvorugt unnið bara dagvinnu. Þau lifa ekki af því. Geta ekki rekið heimili. En ef við förum fjörutíu til fimmtíu ár aftur í tímann þá var ein fyrirvinna. Af hverju er þetta svona breytt?Konur í tveimur vinnumSólveig: Ég vinn á leikskóla og er ekki leikskólakennari. Launin hafa verið rosalega lág. Ég reyndar tók að mér að vera deildarstjóri. Ástæðan fyrir því er einmitt þessi flótti leikskólakennara úr kerfinu. Þeir flýja vegna lágra launa og álags. Leikskólarnir eru minna og meira reknir á vinnu þessa ófaglærða fólks. Er reyndar langoftast ekki ómenntað en bara ekki með nákvæmlega þessa menntun. Ég fékk að sjá launaseðil konu í þessari stöðu um daginn og hún var með 309 þúsund krónur í laun fyrir skatt. Hún fékk inn á reikninginn sinn um 250 þúsund krónur. Þetta eru fyrst og fremst konur. Og þær eru oft í tveimur vinnum. Ein samstarfskona mín var í annarri vinnu með samfleytt í átta ár og skúraði. Hún vann í átta tíma, svo skúraði hún. Svo tók hún strætó heim til sín. Þetta gerði hún í átta ár bara til að komast af. Önnur vinkona mín, fráskilin, vann á hóteli í veitingasölu eftir sinn vinnudag. Meira að segja aðstoðarleikskólastjórinn á leikskólanum sem ég starfa á er í aukavinnu. Einstæð móðir og getur ekki annað. Hún vinnur næturvinnu á vistheimili líka til að geta séð fyrir sér og börnunum sínum.Vinna í sumarfríinu Hver er lausnin á þessu?Barbara: Lausnin er bara svona. Skattakerfið, lagið það! Launin, lagið þau! Ég er ein manneskja í tveimur störfum. Af hverju borga ég fullan skatt af seinni vinnunni? Hvers vegna er fólki refsað svona? Hvernig á maður að eignast eitthvað. Það er ekki hægt? Ef við búum við svona kerfi, hvernig samfélag er það? Það er samfélag þar sem fólk slítur sér út á vinnu. Án þess að komast áfram, án þess að eignast eitthvað. Og börnin þeirra munu gera það líka því keðjan heldur áfram. Því þau alast upp í fátækt og íslenskt samfélag virkar ekki án þess að foreldrar greiði fyrir líf barna sinna. Nám, fasteignir og annað. Fólk fer ekki einu sinni í sumarfrí. Það vinnur í fríinu sínu. Þetta er grátlegt.Sólveig: Ég hef unnið inn í sumarfríið mitt. Ég er með svo lágar tekjur að ég verð að gera það.Daníel: Ég var að vinna á leikskóla og var ekki menntaður leikskólakennari. Ég varð að hætta og fór á atvinnuleysisbætur. Það breyttist ekki neitt. Þetta voru um það bil sömu laun. Ég væri til í styttri vinnudag eins og er í Skandinavíu.Sólveig: En þá þarf að tryggja að fólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum og geti séð fyrir fjölskyldu sinni. Þá er tímabært að tala um styttingu vinnudagsins og vikunnar. Má ekki vera bara trix fyrir pólitíkusa til að gera þetta áferðarfallegt. Við þurfum að tryggja undirstöðurnar. Fólk í láglaunastöðum getur ekki leyft sér neitt. Nú er fermingartíminn að nálgast og láglaunafólk sem á börn á fermingaraldri kvíðið. Því það getur ekki veitt börnum sínum það sem er viðmiðið í þessu samfélagi. Án þess að skuldsetja sig. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta. Ekki aðeins erum við með lág laun heldur er fólk að skuldsetja sig til að vera með í samfélaginu.Fátæktargildran og kynslóðirGuðmundur: Það er gríðarlegt álag á fjölskylduna. Og svona haldast fjölskyldur lengi í fátæktargildrunni. Kynslóð eftir kynslóð.Barbara: Þegar barnabarnið mitt fæddist átti dóttir mín ekkert. Ekki einu sinni samfesting til að klæða barnið sitt í. Hún fékk gefins föt frá tengdafjölskyldu sinni eftir strák. Þetta varð stelpa en það þurfti að duga. Því það var ekkert til. Ekki fyrir fæði, ekki fyrir klæðum og ekki fyrir húsaskjóli.Guðmundur: Við erum alin upp við þá hugsun að við ættum helst aldrei að taka lán. Að við eigum bara að kaupa okkur það sem við höfum safnað okkur fyrir. Það sé á okkar ábyrgð ef við skuldsetjum okkur mikið. En það er ekki hægt í dag að lifa án þess að skuldsetja sig fyrir því sem er nauðsynlegt.Græðgi og forréttindablindaSólveig: Þetta eru gildi sem ég og fólk af minni kynslóð erum líka alin upp við. Það var bara ekki keypt úlpa ef það var ekki til fyrir henni. En þegar fólk segir þetta í dag, að svona verði fólk bara að haga sínum málum, þá lýsir það rosalegri forréttindablindu. Þá þekkir það ekki hvernig það er að vera vinnandi manneskja í láglaunastöðu.Guðmundur: Ég er á með á milli 1.700 og 1.800 krónur á tímann. Ég var einu sinni að keyra og kom við á ferðamannastað á Suðurlandi. Ætlaði að kaupa mér rúnnstykki. Það var svo dýrt að ég hefði verið hálftíma að vinna mér fyrir því. Það er svo mikil græðgi í þessu samfélagi. Allt er svo dýrt, en launin í botni.Sólveig: Svo er svona ákveðið taktleysi. Björt umhverfisráðherra fór í kjól sem kostaði 250 þúsund. Mér fannst það lýsandi dæmi um stéttaskiptingu á Íslandi. Launin mín voru svipuð. Og þegar borgin hélt veislu af því að kona var að skipta um vinnu, Svanhildur Konráðsdóttir, þá voru keypt blóm og veitingar fyrir fjögur hundruð þúsund. Ég upplifi þetta sem persónulega móðgun við mig. Og svo eru það alvarlegir brestir. Ég hef í gegnum tíðina talið mér trú um að ég borgi skatta með glöðu geði. En ég er komin með efasemdir um það á meðan íslensk auðstétt flytur peninga úr landi til þess að byggja upp sín fjölskylduveldi, svo börnin þeirra hafi aðgang að einhverjum auðæfum. Ég er einmitt alin upp við þetta. Þú borgar skatta og ert stolt af því að taka þátt í að reka samfélagið. Flest verkafólk sem ég þekki er brjálæðislega duglegt en þetta svíður.Dýr dagmammaDaníel: Nú er ég tiltölulega ungur. Ég hafði ekki efni á að leigja. Við konan mín vorum svo ótrúlega „heppin“ að við lentum í bílslysi og gátum keypt okkur íbúð fyrir bæturnar.Sólveig: Þið hefðuð getað dáið!Daníel: Já, ég veit þetta er fáránlegt. Það er bara fyrir einhverja ótrúlega skrýtna hendingu sem fólk á borð við mig getur keypt sér íbúð. Við fengum bætur. Nú er ég líka með barn hjá dagmömmu. Það kostar 86 þúsund á mánuði. Og dagmömmur taka sex vikna sumarfrí. Þetta er bara sturlun. Og bara ekki hægt eins og hver maður sér! Barbara: Ég vildi að ég gæti notað tímann betur í þessu lífi. Til dæmis með barnabarninu. En það er ekki hægt. Og mér svíður hvernig dóttir mín býr. Hún getur ekki framfleytt sér. Þessu viljið þið breyta. Hvað ætlið þið að gera?Sögð handbendi karla út í bæSólveig: Það þarf að herða baráttuna verulega. Og það þarf beinar aðgerðir. Við viljum standa með okkar fólki.Guðmundur: Það þarf að setja hömlur á græðgina.Sólveig: Við gerum það ekki fyrr en við stígum fram og segjumst vilja leggja á okkur til að berjast fyrir betri kjörum.Guðmundur: Við eigum líka að nota hugmyndafræði beinna aðgerða. Við erum svo mörg, ef að við stöndum saman þá neyðist fólk til að koma til móts við kröfur okkar. Finnið þið fyrir titringi? Mótstöðu?Sólveig: Já, við erum búin að fá þessa ótrúlega sorglegu gagnrýni að við séum ekki í þessu af hugsjón og okkar raunverulegu djúpu löngun til að breyta. Heldur séum við handbendi einhverra karla úti í bæ. Til dæmis Vilhjálms eða Gunnars Smára eða Ragnars. Það er niðurlægjandi og sárlega móðgandi fyrir konu eins og mig. Fyrir okkur öll. Ástæðan fyrir því að við erum í þessari baráttu er að við lifum öll og störfum sem láglaunafólk á Íslandi. Við höfum reynslu af því hvernig það er að funkera í þessu samfélagi. Við eigum okkar eigin rödd. Það er ekki hægt að horfa framan í eitt einasta okkar og segja okkur vera að ljúga. Það er ekki hægt.Daníel: Það er ótrúlegt að hlýða á fólk halda þessu fram. Það er ómaklegt. Við erum hér, fólk á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn.Sólveig: En við eigum það sameiginlegt að vinna láglaunastörf. Við erum ósátt, og af hverju er félaginu ekki beitt frekar í okkar þágu?Guðmundur: Ég fór á dögunum í hús Eflingar. Og ég átti ekki eitt einasta orð yfir íburðinum, skrifstofunum. Þetta fólk á að vera í vinnu fyrir okkur og virðist ekki hafa minnsta áhuga á því.Daníel: Það þarf að lýðræðisvæða Eflingu.Sólveig: Við gerðum allt rétt. Við fylgdum öllum reglum. Söfnuðum 600 undirskriftum. Þetta er svo ómakleg gagnrýni sem við höfum fengið. Hún lýsir málefnaþurrð og mikilli örvæntingu. Ég hlustaði á viðtal við eina stjórnarkonu nýverið í morgunútvarpinu. Hún ræddi um laun á leikskóla. Hún var spurð: Er hægt að lifa á þessum launum? En hún neitaði að svara. Og sagði: Það fer bara eftir því í hvaða stöðu fólk er! Í alvöru, ef það er ekki pólitískur tilgangur í að neita að svara þá veit ég ekki hvað það er. Það er pólitík þegar þú ert farinn að snúa út úr eins og ekkert sé, gegn hagsmunum félagsmanna þinna. Neita að svara heiðarlega. Ég átti ekki orð yfir þessu. En finnst það lýsandi fyrir viðhorfin sem við mætum og viljum breyta. Eruð þið full baráttugleði?Daníel: Við ætlum að vinna þetta.Sólveig: Við finnum fyrir ótrúlegum stuðningi. Fólk vill breytingar.RaunsæismanneskjaBarbara: Einhver sagði við mig, já þú ert kommúnisti. Ég svaraði. Nei, ég er það ekki, ég er raunsæismanneskja. Ég horfist bara í augu við stöðuna og geri eitthvað í því.Sólveig: Þetta finnst mér vel sagt hjá Barböru. Því þegar þú ert orðin fullorðin og fattar hversu viðbjóðslega ósanngjarnt kerfið er, að þú ert fórnarlamb í grimmu kerfi sem ætlar bara að mjólka þig þangað til þú deyrð, þá viltu berjast. Og við ætlum að gera það, vinna og svo að nota þetta risastóra stéttarfélag sem hamarinn sem það er og virkja samtakamáttinn.Sólveig Anna Jónsdóttir segir niðurlægjandi fyrir sig og aðra sem koma að framboðinu að þau séu sögð handbendi ýmissa karla úti í bæ. Þau hafi eigin rödd og séu í framboði af hugsjón.Vísir/ErnirDaníel segist spyrja sig æ oftar til hvers þetta allt saman sé. Hann sé að missa af börnunum sínum.Vísir/ErnirGuðmundur telur þurfa viðhorfsbreytingu í samfélaginu, græðgin sé of mikil og mikið álag á fjölskyldum. Vísir/ErnirBarbara var spurð hvort hún væri kommúnisti á dögunum. Hún sagðist þvert á móti vera raunsæismanneskja að taka ábyrgð á lífi sínu.Vísir/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir sem fer fyrir B-framboði til stjórnar Eflingar stéttarfélags býður upp á kaffi á heimili sínu í austurborginni. Þangað eru mætt Barbara Sawka, stuðningskona framboðsins, Guðmundur Baldursson og Daníel Örn Arnarsson sem eru á listanum, til að segja frá lífi sínu og kjörum. Þau eiga það öll sameiginlegt að vilja breytingar í Eflingu stéttarfélagi. Mikill titringur er vegna framboðs svonefnds B-lista til stjórnar Eflingar og stjórnar félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir listann en Ingvar Vigur Halldórsson leiðir A-listann. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem verður kosið um nýja stjórn. Meðlimir Eflingar eru hátt í þrjátíu þúsund og þeir sem taka þátt í framboðinu með Sólveigu segja verkalýðsfélögin hafa samþykkt láglaunastefnu og vilja harðari baráttu fyrir betri kjörum. Fyrir nokkrum árum stefndi í það að kjarasamningum sem eiga að halda til áramóta yrði sagt upp. Það fór næstum svo. Meirihluti félagsmanna vildi fella kjarasamninga vegna algjörs forsendubrests. En meirihluti formanna félaganna vildi bíða og undirbúa kjarabaráttu. Þið hafið væntanlega fylgst með þessu?Sólveig Anna: Það er mikil óánægja meðal félagsmanna vegna kjarasamninga. Átta af hverjum tíu sem starfa á leikskólum borgarinnar eru óánægð eða mjög óánægð með kjör sín. Yfirgnæfandi meirihluti og það segir margt.Daníel Örn: Þekkir þú einhverja sem vinnur á leikskóla og er ekki í annarri vinnu? Margar sem ég þekki eru að skúra kvöldin.Sólveig Anna: Þetta er rosalegur þrældómur.Guðmundur: Ég heyrði ágæta skýringu um daginn á því að við eigum met í geðlyfjanotkun. Það er af því að við erum oft í mörgum störfum og vinnum langan vinnudag. Mér finnst það sennileg skýring.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRÁ aldrei frí Segið mér frá ykkur. Barbara, hvað gerir þú?Barbara: Ég vinn á Landakoti. Ég er félagsliði þar og vinn við aðhlynningu. Hef gert það í átján ár. Ég vinn líka sem félagsliði í Kópavogi á sambýli fyrir heilabilaða. Það hefur komið fyrir að ég hafi unnið nærri því allan sólarhringinn. Tekið dagvakt á Landakoti og næturvakt í Kópavogi. En ég reyni að gæta mín. Ég er í 100% starfi á Landakoti og 30% starfi í Kópavogi. Þannig að ég vinn 130% starf. En með yfirvinnu má segja að ég sé í 200% starfi. Grunnlaun mín á Landakoti þar sem ég vinn 80% næturvaktir til að fá álag eru 405 þúsund krónur. Ég fæ svo útborgaðar 80 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir vinnu mína á sambýlinu í Kópavogi. Það svíður. Af hverju á ég að borga fullan skatt fyrir aukavinnuna? Það er ekki hægt að bjarga sér. Ég vinn allar helgar og á aldrei frí. Einhver gæti spurt mig: Hvers vegna gerir þú þetta? Svarið er að ég á ekkert val. Ég hef alltaf verið ein með mínar tvær hendur. Ég hefði aldrei komist af í einni vinnu. Ég hefði ekki getað greitt leigu. Ég hefði ekki getað séð fyrir börnunum mínum tveimur. Og get það varla í dag. Nú er ég orðin amma og dóttir mín er núna föst í fátæktargildrunni. Hún er á leigumarkaði. Greiðir 200 þúsund krónur fyrir kytru og fær 240 þúsund krónur útborgaðar. Þegar hún var nýbökuð móðir var ekkert til. Bara ekkert! Og enga aðstoð að fá. Þegar hún reyndi að leita eftir aðstoð félagsyfirvalda þá var hún spurð: Áttu ekki foreldra sem geta hjálpað þér?Sólveig: Þannig virkar það á Íslandi.Barbara: Ég var brjáluð. Ég fór og spurði: Hvar eru skattpeningarnir mínir? Allt sem ég borga í skatt? Eins og ég vinn mikið. Ég vil fá þá til að aðstoða dóttur mína.Sólveig: Frænka mín missti húsnæði sitt og var í miklum vandræðum og þetta voru svörin sem hún fékk. Þú verður bara að leita til fjölskyldunnar. Annars er það bara Kvennaathvarfið. Þetta er ótrúlegt.Fjarlægi pabbinnDaníel: Ég er bílstjóri og vinn við það að bjarga geðheilsu landans. Ég ferðast á milli vinnustaða og hef eftirlit með kaffivélum. Ég vinn níu tíma á dag. Vinnustaðurinn er í Hafnarfirði en ég bý í póstnúmeri 104. Ég þarf því að leggja af stað klukkan hálf átta á morgnana. Ég hef þannig ekki tækifæri til að koma börnunum mínum í leikskóla eða til dagmömmu. Ég er búinn að vinna klukkan fimm og er ekki kominn heim fyrr en um hálf sex leytið. Ég er ekki hoppandi hamingjusamur með launin og ég er að missa af börnunum mínum. Upp á síðkastið hef ég hugsað sífellt meira um þetta. Til hvers er þetta allt saman? Ef ég get ekki einu sinni verið með börnunum? Ég kem heim, elda matinn og svo fara þau í háttinn. Þetta er bara örlítil stund sem ég á með þeim. Ég kann ekki að meta það að vera fjarlægi pabbinn. Það á enginn að þurfa að vinna svona. Konan mín er í tveimur vinnum, vinnur hjá Þjóðskrá og er líka með ráðgjöf hjá Stígamótum. Hún kemur líka krökkunum í leikskóla og til dagmömmu og sækir þau svo. Þið getið rétt ímyndað ykkur álagið á henni.Ábyrgðin skilar sér ekkiGuðmundur: Ég vinn sem rútubílstjóri og hef gert síðastliðin fimm ár. Ég er ansi langt fyrir neðan ykkur hin í launum. Föst laun mín í dagvinnu eru 283.000 krónur. Af hverju eru menn í þessu? mætti spyrja. Í fyrsta lagi þá er þetta skemmtilegt starf. Mikið af fólki og maður er á ferðinni um landið. En þetta er gríðarlega mikil vinna og mikil ábyrgð. Við höfum stundum verið að bera okkur saman við flugstjóra, sem bera mikla ábyrgð. Með fjölda manns í flugvélinni. Við erum líka með mikinn fjölda manns, 60 manns, í bílunum. Við berum líka ábyrgð en það sést ekki á laununum. Og talandi um ábyrgð. Bankamenn bera líka ábyrgð. En svo þegar allt fer til andskotans þá bera þeir enga ábyrgð. Við berum hins vegar ábyrgð alla leið og þó með þessi smánarlaun. Ef ég lendi í slysi þá er hægt að saka mig um manndráp af gáleysi. Þá er sótt á mig. Þetta er smánarlegt. Fyrir síðustu kjarasamninga var ég í samninganefnd. Við vildum fá sér kjarasamninga fyrir rútubílstjóra og Sigurður Bessason vildi taka sér góðan tíma í að skoða það. Og kallaði svo á okkur og sagði að það væri ekki hægt. Það væri ekki innan lagaramma Eflingar. Svo sagði hann: En þið eruð með ágætis meðallaun. Meðallaun? svaraði ég þá. Áttu ekki að spyrja um dagvinnulaun? Atvinnurekendur vilja bara ræða þessar tölur. Enda eru þær hærri með yfirvinnu. Það gengur ekki. Ung hjón geta hvorugt unnið bara dagvinnu. Þau lifa ekki af því. Geta ekki rekið heimili. En ef við förum fjörutíu til fimmtíu ár aftur í tímann þá var ein fyrirvinna. Af hverju er þetta svona breytt?Konur í tveimur vinnumSólveig: Ég vinn á leikskóla og er ekki leikskólakennari. Launin hafa verið rosalega lág. Ég reyndar tók að mér að vera deildarstjóri. Ástæðan fyrir því er einmitt þessi flótti leikskólakennara úr kerfinu. Þeir flýja vegna lágra launa og álags. Leikskólarnir eru minna og meira reknir á vinnu þessa ófaglærða fólks. Er reyndar langoftast ekki ómenntað en bara ekki með nákvæmlega þessa menntun. Ég fékk að sjá launaseðil konu í þessari stöðu um daginn og hún var með 309 þúsund krónur í laun fyrir skatt. Hún fékk inn á reikninginn sinn um 250 þúsund krónur. Þetta eru fyrst og fremst konur. Og þær eru oft í tveimur vinnum. Ein samstarfskona mín var í annarri vinnu með samfleytt í átta ár og skúraði. Hún vann í átta tíma, svo skúraði hún. Svo tók hún strætó heim til sín. Þetta gerði hún í átta ár bara til að komast af. Önnur vinkona mín, fráskilin, vann á hóteli í veitingasölu eftir sinn vinnudag. Meira að segja aðstoðarleikskólastjórinn á leikskólanum sem ég starfa á er í aukavinnu. Einstæð móðir og getur ekki annað. Hún vinnur næturvinnu á vistheimili líka til að geta séð fyrir sér og börnunum sínum.Vinna í sumarfríinu Hver er lausnin á þessu?Barbara: Lausnin er bara svona. Skattakerfið, lagið það! Launin, lagið þau! Ég er ein manneskja í tveimur störfum. Af hverju borga ég fullan skatt af seinni vinnunni? Hvers vegna er fólki refsað svona? Hvernig á maður að eignast eitthvað. Það er ekki hægt? Ef við búum við svona kerfi, hvernig samfélag er það? Það er samfélag þar sem fólk slítur sér út á vinnu. Án þess að komast áfram, án þess að eignast eitthvað. Og börnin þeirra munu gera það líka því keðjan heldur áfram. Því þau alast upp í fátækt og íslenskt samfélag virkar ekki án þess að foreldrar greiði fyrir líf barna sinna. Nám, fasteignir og annað. Fólk fer ekki einu sinni í sumarfrí. Það vinnur í fríinu sínu. Þetta er grátlegt.Sólveig: Ég hef unnið inn í sumarfríið mitt. Ég er með svo lágar tekjur að ég verð að gera það.Daníel: Ég var að vinna á leikskóla og var ekki menntaður leikskólakennari. Ég varð að hætta og fór á atvinnuleysisbætur. Það breyttist ekki neitt. Þetta voru um það bil sömu laun. Ég væri til í styttri vinnudag eins og er í Skandinavíu.Sólveig: En þá þarf að tryggja að fólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum og geti séð fyrir fjölskyldu sinni. Þá er tímabært að tala um styttingu vinnudagsins og vikunnar. Má ekki vera bara trix fyrir pólitíkusa til að gera þetta áferðarfallegt. Við þurfum að tryggja undirstöðurnar. Fólk í láglaunastöðum getur ekki leyft sér neitt. Nú er fermingartíminn að nálgast og láglaunafólk sem á börn á fermingaraldri kvíðið. Því það getur ekki veitt börnum sínum það sem er viðmiðið í þessu samfélagi. Án þess að skuldsetja sig. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta. Ekki aðeins erum við með lág laun heldur er fólk að skuldsetja sig til að vera með í samfélaginu.Fátæktargildran og kynslóðirGuðmundur: Það er gríðarlegt álag á fjölskylduna. Og svona haldast fjölskyldur lengi í fátæktargildrunni. Kynslóð eftir kynslóð.Barbara: Þegar barnabarnið mitt fæddist átti dóttir mín ekkert. Ekki einu sinni samfesting til að klæða barnið sitt í. Hún fékk gefins föt frá tengdafjölskyldu sinni eftir strák. Þetta varð stelpa en það þurfti að duga. Því það var ekkert til. Ekki fyrir fæði, ekki fyrir klæðum og ekki fyrir húsaskjóli.Guðmundur: Við erum alin upp við þá hugsun að við ættum helst aldrei að taka lán. Að við eigum bara að kaupa okkur það sem við höfum safnað okkur fyrir. Það sé á okkar ábyrgð ef við skuldsetjum okkur mikið. En það er ekki hægt í dag að lifa án þess að skuldsetja sig fyrir því sem er nauðsynlegt.Græðgi og forréttindablindaSólveig: Þetta eru gildi sem ég og fólk af minni kynslóð erum líka alin upp við. Það var bara ekki keypt úlpa ef það var ekki til fyrir henni. En þegar fólk segir þetta í dag, að svona verði fólk bara að haga sínum málum, þá lýsir það rosalegri forréttindablindu. Þá þekkir það ekki hvernig það er að vera vinnandi manneskja í láglaunastöðu.Guðmundur: Ég er á með á milli 1.700 og 1.800 krónur á tímann. Ég var einu sinni að keyra og kom við á ferðamannastað á Suðurlandi. Ætlaði að kaupa mér rúnnstykki. Það var svo dýrt að ég hefði verið hálftíma að vinna mér fyrir því. Það er svo mikil græðgi í þessu samfélagi. Allt er svo dýrt, en launin í botni.Sólveig: Svo er svona ákveðið taktleysi. Björt umhverfisráðherra fór í kjól sem kostaði 250 þúsund. Mér fannst það lýsandi dæmi um stéttaskiptingu á Íslandi. Launin mín voru svipuð. Og þegar borgin hélt veislu af því að kona var að skipta um vinnu, Svanhildur Konráðsdóttir, þá voru keypt blóm og veitingar fyrir fjögur hundruð þúsund. Ég upplifi þetta sem persónulega móðgun við mig. Og svo eru það alvarlegir brestir. Ég hef í gegnum tíðina talið mér trú um að ég borgi skatta með glöðu geði. En ég er komin með efasemdir um það á meðan íslensk auðstétt flytur peninga úr landi til þess að byggja upp sín fjölskylduveldi, svo börnin þeirra hafi aðgang að einhverjum auðæfum. Ég er einmitt alin upp við þetta. Þú borgar skatta og ert stolt af því að taka þátt í að reka samfélagið. Flest verkafólk sem ég þekki er brjálæðislega duglegt en þetta svíður.Dýr dagmammaDaníel: Nú er ég tiltölulega ungur. Ég hafði ekki efni á að leigja. Við konan mín vorum svo ótrúlega „heppin“ að við lentum í bílslysi og gátum keypt okkur íbúð fyrir bæturnar.Sólveig: Þið hefðuð getað dáið!Daníel: Já, ég veit þetta er fáránlegt. Það er bara fyrir einhverja ótrúlega skrýtna hendingu sem fólk á borð við mig getur keypt sér íbúð. Við fengum bætur. Nú er ég líka með barn hjá dagmömmu. Það kostar 86 þúsund á mánuði. Og dagmömmur taka sex vikna sumarfrí. Þetta er bara sturlun. Og bara ekki hægt eins og hver maður sér! Barbara: Ég vildi að ég gæti notað tímann betur í þessu lífi. Til dæmis með barnabarninu. En það er ekki hægt. Og mér svíður hvernig dóttir mín býr. Hún getur ekki framfleytt sér. Þessu viljið þið breyta. Hvað ætlið þið að gera?Sögð handbendi karla út í bæSólveig: Það þarf að herða baráttuna verulega. Og það þarf beinar aðgerðir. Við viljum standa með okkar fólki.Guðmundur: Það þarf að setja hömlur á græðgina.Sólveig: Við gerum það ekki fyrr en við stígum fram og segjumst vilja leggja á okkur til að berjast fyrir betri kjörum.Guðmundur: Við eigum líka að nota hugmyndafræði beinna aðgerða. Við erum svo mörg, ef að við stöndum saman þá neyðist fólk til að koma til móts við kröfur okkar. Finnið þið fyrir titringi? Mótstöðu?Sólveig: Já, við erum búin að fá þessa ótrúlega sorglegu gagnrýni að við séum ekki í þessu af hugsjón og okkar raunverulegu djúpu löngun til að breyta. Heldur séum við handbendi einhverra karla úti í bæ. Til dæmis Vilhjálms eða Gunnars Smára eða Ragnars. Það er niðurlægjandi og sárlega móðgandi fyrir konu eins og mig. Fyrir okkur öll. Ástæðan fyrir því að við erum í þessari baráttu er að við lifum öll og störfum sem láglaunafólk á Íslandi. Við höfum reynslu af því hvernig það er að funkera í þessu samfélagi. Við eigum okkar eigin rödd. Það er ekki hægt að horfa framan í eitt einasta okkar og segja okkur vera að ljúga. Það er ekki hægt.Daníel: Það er ótrúlegt að hlýða á fólk halda þessu fram. Það er ómaklegt. Við erum hér, fólk á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn.Sólveig: En við eigum það sameiginlegt að vinna láglaunastörf. Við erum ósátt, og af hverju er félaginu ekki beitt frekar í okkar þágu?Guðmundur: Ég fór á dögunum í hús Eflingar. Og ég átti ekki eitt einasta orð yfir íburðinum, skrifstofunum. Þetta fólk á að vera í vinnu fyrir okkur og virðist ekki hafa minnsta áhuga á því.Daníel: Það þarf að lýðræðisvæða Eflingu.Sólveig: Við gerðum allt rétt. Við fylgdum öllum reglum. Söfnuðum 600 undirskriftum. Þetta er svo ómakleg gagnrýni sem við höfum fengið. Hún lýsir málefnaþurrð og mikilli örvæntingu. Ég hlustaði á viðtal við eina stjórnarkonu nýverið í morgunútvarpinu. Hún ræddi um laun á leikskóla. Hún var spurð: Er hægt að lifa á þessum launum? En hún neitaði að svara. Og sagði: Það fer bara eftir því í hvaða stöðu fólk er! Í alvöru, ef það er ekki pólitískur tilgangur í að neita að svara þá veit ég ekki hvað það er. Það er pólitík þegar þú ert farinn að snúa út úr eins og ekkert sé, gegn hagsmunum félagsmanna þinna. Neita að svara heiðarlega. Ég átti ekki orð yfir þessu. En finnst það lýsandi fyrir viðhorfin sem við mætum og viljum breyta. Eruð þið full baráttugleði?Daníel: Við ætlum að vinna þetta.Sólveig: Við finnum fyrir ótrúlegum stuðningi. Fólk vill breytingar.RaunsæismanneskjaBarbara: Einhver sagði við mig, já þú ert kommúnisti. Ég svaraði. Nei, ég er það ekki, ég er raunsæismanneskja. Ég horfist bara í augu við stöðuna og geri eitthvað í því.Sólveig: Þetta finnst mér vel sagt hjá Barböru. Því þegar þú ert orðin fullorðin og fattar hversu viðbjóðslega ósanngjarnt kerfið er, að þú ert fórnarlamb í grimmu kerfi sem ætlar bara að mjólka þig þangað til þú deyrð, þá viltu berjast. Og við ætlum að gera það, vinna og svo að nota þetta risastóra stéttarfélag sem hamarinn sem það er og virkja samtakamáttinn.Sólveig Anna Jónsdóttir segir niðurlægjandi fyrir sig og aðra sem koma að framboðinu að þau séu sögð handbendi ýmissa karla úti í bæ. Þau hafi eigin rödd og séu í framboði af hugsjón.Vísir/ErnirDaníel segist spyrja sig æ oftar til hvers þetta allt saman sé. Hann sé að missa af börnunum sínum.Vísir/ErnirGuðmundur telur þurfa viðhorfsbreytingu í samfélaginu, græðgin sé of mikil og mikið álag á fjölskyldum. Vísir/ErnirBarbara var spurð hvort hún væri kommúnisti á dögunum. Hún sagðist þvert á móti vera raunsæismanneskja að taka ábyrgð á lífi sínu.Vísir/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira