Hitti Angelu Merkel í íslenskri hönnun Ritstjórn skrifar 19. mars 2018 19:00 Glamour/Getty Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hitti kanslara Þýskalands Angelu Merkel í Berlín í dag. Vel fór á með þeim ef marka má myndirnar að minnsta kosti en þar ræddu þær meðal annars samskipti þjóðanna og stöðu stjórnmála í Þýskalandi, í kjölfarið á því að ný ríkisstjórn hefur tekið við þar. Þá ræddu þær einnig mannréttindi, jafnrétti kynjanna, málefni flóttafólks og hælisleitenda. Það vakti athygli okkar að Katrín klæddist kjól úr haust- og vetrarlínu Geysis á fundinum. Alltaf gaman að sjá íslenska hönnun á svona vettfangi. Kjólinn heitir Ásta og er úr merino ull. Katrín mun, á meðan dvöl hennar stendur í Berlín, einnig taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Áhugavert. • winter '17 ➖ásta dress, knitted in light merino wool / #knitwear #merinowool #geysir A post shared by GEYSIR (@geysir) on Dec 6, 2017 at 3:11am PST • takk fyrir komuna í kvöld! #geysir #aw17 A post shared by GEYSIR (@geysir) on Sep 22, 2017 at 3:59pm PDT Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Óþarfi að mása og blása Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hitti kanslara Þýskalands Angelu Merkel í Berlín í dag. Vel fór á með þeim ef marka má myndirnar að minnsta kosti en þar ræddu þær meðal annars samskipti þjóðanna og stöðu stjórnmála í Þýskalandi, í kjölfarið á því að ný ríkisstjórn hefur tekið við þar. Þá ræddu þær einnig mannréttindi, jafnrétti kynjanna, málefni flóttafólks og hælisleitenda. Það vakti athygli okkar að Katrín klæddist kjól úr haust- og vetrarlínu Geysis á fundinum. Alltaf gaman að sjá íslenska hönnun á svona vettfangi. Kjólinn heitir Ásta og er úr merino ull. Katrín mun, á meðan dvöl hennar stendur í Berlín, einnig taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Áhugavert. • winter '17 ➖ásta dress, knitted in light merino wool / #knitwear #merinowool #geysir A post shared by GEYSIR (@geysir) on Dec 6, 2017 at 3:11am PST • takk fyrir komuna í kvöld! #geysir #aw17 A post shared by GEYSIR (@geysir) on Sep 22, 2017 at 3:59pm PDT
Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Óþarfi að mása og blása Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour