Lífið

„Fengið að heyra að ég sé viðbjóður“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Octavian hefur verið opinn með starf sitt.
Stefán Octavian hefur verið opinn með starf sitt.
„Ég byrja í þessu í ágúst í fyrra,“ segir klámmyndaleikarinn Stefán Octavian í samtali við Brennsluna í morgun. Stefán er búsettur í Las Vegas ásamt kærastanum sínum en hann er um þessar mundir í fríi á Íslandi.

Charlie Keller er klámmyndanafn Stefáns í bransanum. „Við stílum rosalega mikið inn á Bandaríkin þegar við erum í framleiðslu á klámi og er það svona stærsti vettvangurinn. Þetta sviðsnafn kom í raun út frá Desperate Houswives og annarri klámstjörnu. Nafnið er samt ekkert það mikilvægasta. Ef þú ert góður leikari að gera góða hluti, þá muna allir eftir þér.“

Stefán segist hafa lært rosalega mikið á níu mánuðum í bransanum.

„Ég er stundum brjálaður að fylgjast með fjölmiðlum hérna heima, því það er búið að mála svo ógeðslega mynd af okkur,“ segir Stefán sem fer næst í það að tjá sig um stærð á getnaðarlimum.

„Ég get sagt það að ég er yfir meðalstærð. En strákar ég held að við Íslendingar séum eina þjóðin sem pælir svona mikið í typpastærðum. Þetta skiptir bara engu máli. Auðvitað er alltaf erfiðara að vinna með getnaðarlimi sem er aðeins minni. Auðvitað selja samt stærri typpi, það er þannig.“

Hann segir að næsta skref sé að leikstýra klámmyndum.

„Við erum búnir að fjárfesta í síðunni sem ég byrjaði hjá og nú er bara aðeins að breyta hommaklámi í Evrópu.“

Stefán hefur fengið að kynnast töluverðum fordómum eftir að hann fór að tjá sig um starf sitt.

„Ég hef fengið að heyra að ég sé viðbjóður og þetta sé ógeðslegt það sem ég er að gera.“



Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Stefán hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.