Seldist upp á Björk á örfáum mínútum og aukatónleikar tilkynntir strax Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2018 16:30 Björk er þekktasti listamaður Íslendinga og Íslendingar virðast elska hana. Það seldist upp á tónleika Bjarkar þann 12. apríl á örfáum mínútum í dag og í kjölfarið var strax ákveðið að halda aukatónleika mánudaginn 9. apríl. Miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn klukkan 12 og fer hún frá á tix.is. Fram kemur í tilkynningu frá Björk að ekki verði hægt að koma fyrir fleiri tónleikum að þessu sinni á Íslandi. Björk byrjar því tónleikaferðlag sitt um heiminn í Háskólabíó dagana 9. og 12. apríl em um er að ræða generalprufu ferðalagsins þar sem afrakstur margra mánaða vinnu verður prufukeyrður í fyrsta sinn fyrir áhorfendur. Tónleikarnir eru liður í útgáfu Útópíu sem er 10. sólóplata Bjarkar en hún kom út í lok síðasta árs. Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu Vulnicura vann hún m.a. Brit verðlaunin sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með sjö flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni. Hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Í Háskólabíó verður m.a. leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma studios. Danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir. Þeir sem koma fram með Björk á þessari tónleikaferð eru flautuleikararnir: Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Bergur Þórisson sér um básúnuleik og raftónlist og Manu Delago um trommur og ásláttarhljóðfæri. Það mikil eftirvænting í hópnum að spila fyrstu tónleika Útópíu ferðalaginu hér á Íslandi. Tengdar fréttir Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Það seldist upp á tónleika Bjarkar þann 12. apríl á örfáum mínútum í dag og í kjölfarið var strax ákveðið að halda aukatónleika mánudaginn 9. apríl. Miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn klukkan 12 og fer hún frá á tix.is. Fram kemur í tilkynningu frá Björk að ekki verði hægt að koma fyrir fleiri tónleikum að þessu sinni á Íslandi. Björk byrjar því tónleikaferðlag sitt um heiminn í Háskólabíó dagana 9. og 12. apríl em um er að ræða generalprufu ferðalagsins þar sem afrakstur margra mánaða vinnu verður prufukeyrður í fyrsta sinn fyrir áhorfendur. Tónleikarnir eru liður í útgáfu Útópíu sem er 10. sólóplata Bjarkar en hún kom út í lok síðasta árs. Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu Vulnicura vann hún m.a. Brit verðlaunin sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með sjö flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni. Hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Í Háskólabíó verður m.a. leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma studios. Danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir. Þeir sem koma fram með Björk á þessari tónleikaferð eru flautuleikararnir: Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Bergur Þórisson sér um básúnuleik og raftónlist og Manu Delago um trommur og ásláttarhljóðfæri. Það mikil eftirvænting í hópnum að spila fyrstu tónleika Útópíu ferðalaginu hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið