Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. mars 2018 12:28 Tónlistarmaðurinn Drake sýnir á sér nýjar hliðar. Vísir/Getty Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. Þegar mest var voru 636.000 áhorfendur að streyma útsendingunni á sama tíma, en það eru langtum fleiri en í fyrra meti síðunnar, sem var 388.000 áhorfendur samtímis á einu streymi notandans Dr. Disrespect. Spiluðu kumpánarnir saman sandkassaskotleikinn Fortnite, sem gengur út á að 100 leikmenn stökkvi út úr flugfari, lendi á eyju, og spili í misstórum liðum upp á líf og dauða þar til aðeins eitt lið stendur eftir. Horfa má á upptöku af streyminu hér fyrir neðan.Ninja er tölvuleikjaviðurnefni Tyler Blevins, en hann hefur gert það gott á streymissíðunni og er eins og stendur með þrjár og hálfa milljón fylgjenda á Twitch sem margir hverjir fylgjast með honum spila tölvuleiki reglulega. Hann er einnig með mikinn fjölda áskrifenda af streymisrás sinni og samkvæmt Forbes bætti hann við um 10-15.000 áskrifendum í kjölfar leiksins með Drake. Það þýðir að nú er hann að græða um 600.000 dali á mánuði í gegnum áskrifendur sína á Twitch, en hann fær þrjá og hálfan dal í vasann fyrir hvern greiðanda í áskrift. Þá eru ekki talin með frjáls framlög sem hann fær gegnum síðuna, né YouTube gróði hans. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post hafði Blevins talað um að Drake myndi mögulega spila með sér á næstunni, og hófust leikar á þeim tveimur að spila sem tvíeyki. Drake tilkynnti svo í tísti að þeir væru að spila sem hafði þær afleiðingar í för með sér að áhorfendafjöldinn rauk upp og að Travis Scott og JuJu gengu til liðs við þá.playing fort nite with @ninjahttps://t.co/OSFbgcfzaZ — Drizzy (@Drake) March 15, 2018JuJu var ekki lengi að tilkynna löngun sína til að spila með í kjölfar tísts Drake.I’m comin!! @Drake@Ninja — JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 15, 2018Drake hefur síðastliðinn mánuð unnið að nýrri plötu og hefur spilað Fortnite til að slaka á milli vinnustunda í upptökuverinu, sem hann eyðir flestum sínum stundum í um þessar mundir. Hann segir að sig og pródúsenta sína bara stundum þurfa að slappa af með því að spila tölvuleiki, en tekur fram að enginn þeirra sé góður í leiknum. Tölvuleikjastreymissíðan Twitch fékk árið 2017 meira en 15 milljón einstaka daglega heimsækjendur, samkvæmt skýrslu fyrirtækisins. Fortnite var annar vinsælasti leikurinn á síðunni, ef talinn er fjöldi mínútna í áhorfi. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af streymi fjórmenninganna.Watch Squads with Drake, Travis and JuJu you heard me. | @Ninja on Twitter and Instagram from Ninja on www.twitch.tv Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. Þegar mest var voru 636.000 áhorfendur að streyma útsendingunni á sama tíma, en það eru langtum fleiri en í fyrra meti síðunnar, sem var 388.000 áhorfendur samtímis á einu streymi notandans Dr. Disrespect. Spiluðu kumpánarnir saman sandkassaskotleikinn Fortnite, sem gengur út á að 100 leikmenn stökkvi út úr flugfari, lendi á eyju, og spili í misstórum liðum upp á líf og dauða þar til aðeins eitt lið stendur eftir. Horfa má á upptöku af streyminu hér fyrir neðan.Ninja er tölvuleikjaviðurnefni Tyler Blevins, en hann hefur gert það gott á streymissíðunni og er eins og stendur með þrjár og hálfa milljón fylgjenda á Twitch sem margir hverjir fylgjast með honum spila tölvuleiki reglulega. Hann er einnig með mikinn fjölda áskrifenda af streymisrás sinni og samkvæmt Forbes bætti hann við um 10-15.000 áskrifendum í kjölfar leiksins með Drake. Það þýðir að nú er hann að græða um 600.000 dali á mánuði í gegnum áskrifendur sína á Twitch, en hann fær þrjá og hálfan dal í vasann fyrir hvern greiðanda í áskrift. Þá eru ekki talin með frjáls framlög sem hann fær gegnum síðuna, né YouTube gróði hans. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post hafði Blevins talað um að Drake myndi mögulega spila með sér á næstunni, og hófust leikar á þeim tveimur að spila sem tvíeyki. Drake tilkynnti svo í tísti að þeir væru að spila sem hafði þær afleiðingar í för með sér að áhorfendafjöldinn rauk upp og að Travis Scott og JuJu gengu til liðs við þá.playing fort nite with @ninjahttps://t.co/OSFbgcfzaZ — Drizzy (@Drake) March 15, 2018JuJu var ekki lengi að tilkynna löngun sína til að spila með í kjölfar tísts Drake.I’m comin!! @Drake@Ninja — JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 15, 2018Drake hefur síðastliðinn mánuð unnið að nýrri plötu og hefur spilað Fortnite til að slaka á milli vinnustunda í upptökuverinu, sem hann eyðir flestum sínum stundum í um þessar mundir. Hann segir að sig og pródúsenta sína bara stundum þurfa að slappa af með því að spila tölvuleiki, en tekur fram að enginn þeirra sé góður í leiknum. Tölvuleikjastreymissíðan Twitch fékk árið 2017 meira en 15 milljón einstaka daglega heimsækjendur, samkvæmt skýrslu fyrirtækisins. Fortnite var annar vinsælasti leikurinn á síðunni, ef talinn er fjöldi mínútna í áhorfi. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af streymi fjórmenninganna.Watch Squads with Drake, Travis and JuJu you heard me. | @Ninja on Twitter and Instagram from Ninja on www.twitch.tv
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira