Byrjaði 13 ára að spara og keypti sína fyrstu íbúð á Bárugötunni 18 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2018 09:30 Aron Már tók íbúðina í nefið. Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins. Hús og heimili Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins.
Hús og heimili Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira