Sautján sortir af hnallþórum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2018 08:00 Anna Birgis Hannesson, formaður Kvenfélags Langholtskirkju. „Það er dýrmætt að vera í kvenfélagi. Félagsskapurinn er frábær og það er gefandi að geta látið gott af sér leiða,“ segir Anna Birgis Hannesson, formaður Kvenfélags Langholtssóknar. Anna er nýbúin að setja súkkulaðikrem, rjóma og ávexti á dýrindis Pavlovu fyrir kökubasarinn og í ofninum er sænsk prinsessukaka. „Prinsessukökuna lærði ég að baka í Svíþjóð og hún er mikil spariterta innan fjölskyldunnar. Ég hef bakað hana fyrir skírnarveislur barnabarnanna og mér þykir gaman að koma með aðeins öðruvísi bakkelsi á basarinn. Prinsessukakan er úr svampbotni sem er skorinn í þrennt, sett er sulta á milli tveggja laga og svo frómas yfir allt saman og marsipan yfir.“ Kökubasarinn er upphitun fyrir Listahátíð Langholtskirkju, Sungið fyrir sætum, sem er átak til að safna fé svo mögulegt sé að klæða að nýju sæti kirkjunnar, og eru tvennir stórtónleikar fyrirhugaðir sunnudaginn 18. mars. „Sætin hafa sannarlega skilað sínu enda hafa hátt í milljón manns tyllt sér og notið fagurra tóna þá áratugi sem liðnir eru,“ segir Anna.Hlýlegar móttökur kvenna Anna tók að sér formennsku í kvenfélaginu árið 2016 eftir að hafa búið um veröld víða sem sendiráðsfrú í nær fjóra áratugi. Eiginmaður hennar er Hjálmar Waag Hannesson, fyrrverandi sendiherra. „Við störfuðum fyrst fyrir utanríkisþjónustuna í Brussel og Svíþjóð en svo varð Hjálmar sendiherra í Þýskalandi þar sem við bjuggum í sex ár. Við opnuðum svo sendiráð Íslands í Kína og líka í Ottawa í Kanada, unnum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og enduðum í Winnipeg, samfélagi Vestur-Íslendinga. Nú erum við komin á eftirlaun og þá þarf maður að hafa eitthvað að gera, eins og kvenfélagið,“ segir Anna kát. Í þeim þremur heimsálfum þar sem Anna hefur búið hafa kvenfélög boðið hana velkomna á öllum stöðum. „Þegar maður kemur á nýjan stað og þekkir engan tekur kvenfélagið á móti manni, hjálpar manni að kynnast öðrum konum og sýnir manni áhugaverða staði. Það hef ég upplifað alls staðar og er mjög notalegt og mikilvægt. Ég hef því alltaf verið þátttakandi í kvenfélögum þar sem áherslan er alls staðar sú sama; að bindast vinaböndum, hjálpast að og láta gott af sér leiða.“ Hjá Sameinuðu þjóðunum voru kvenfélagsfundir einu sinni í mánuði, einn fyrir sendiherrafrúrnar og annar fyrir allar konur innan SÞ. „Oftast hittumst við yfir morgunkaffi og konurnar kynntu land sitt, þjóð og menningu. Margar höfðu verið útivinnandi áður en þær komu í sendiráðin og við tók tómarúm yfir daginn sem þurfti að fylla. Í New York er mjög auðvelt að vera einn þótt þar sé mikið af fólki, og til þess voru kvenfélögin hugsuð; að kynnast hver annarri, ólíkri menningu og þjóðum,“ útskýrir Anna sem á margar kærar vinkonur frá áratugunum ytra. „Mínar kærustu vinkonur í gegnum kvenfélagsstarfið eignaðist ég í Þýskalandi og Svíþjóð, en eiginlega á ég alls staðar vinkonur sem voru mínar bestu í hverju landi fyrir sig. Það er sannarlega fallegt og mikilvægt veganesti. Margar hafa komið og heimsótt okkur til Íslands og þótt það séu ekki nema jólakortasamskipti í dag er enn munað eftir manni og maður fær fréttir af þessum góðu konum og því sem þær aðhafast í dag.“Konur sjálfstæðari nú Anna segir öll löndin sem þau Hjálmar settust að í hafa verið áhugaverð og góð til búsetu. „Það var mjög gott að vera í Belgíu og Svíþjóð með unga krakka, og svo allt öðruvísi og áhugavert að vera í Kína. Þar var margt að læra í fyrstu og stundum erfitt, en þegar kallið kom vildum við helst ekki fara þaðan. Okkur finnst New York líka vera mjög skemmtilegur staður, áhugaverður og líflegur, og við kunnum mjög vel við okkur í Winnipeg, sem var svolítið eins og að vera innan um fjölskylduna þar sem Vestur-Íslendingar droppuðu inn í kaffi, sem var yfirleitt ekki gert í sendiráðunum nema að melda sig fyrst. En satt að segja hefðum við helst vilja vera lengur á öllum stöðum.“ Heimþráin gerði stundum vart við sig hjá Önnu en þó ekki svo að það plagaði hana. „Við komum til Íslands einu sinni til tvisvar á ári og vorum alltaf heima tvo mánuði á sumrin þegar börnin voru í sumarfríi í skólunum, segir Anna en þau Hjálmar eiga þrjú uppkomin börn sem öll uppskáru mikla tungumálakunnáttu á búferlaflutningum fjölskyldunnar. Anna segir mun á konum í dag og þegar hún flutti fyrst utan til sendiráðsstarfa árið 1977. „Aðalmunurinn er sá að konur voru ekki eins sjálfstæðar og þær eru í dag. Það fer þó eftir því hvar maður er staddur í heiminum og menningu staðarins. Í Arabalöndunum eru konur yfirhöfuð ekki mjög sjálfstæðar en þegar þær hittust með konum annarra sendiráða, einar og sér, tóku þær niður slæðurnar og dönsuðu eins og við hinar í leikfimi og dansi. Það þótti mér sérstakt að upplifa.“Sænsk prinsessukaka.Í Kína var einnig kvenfélag á meðal sendiráðsfólksins „Við ferðuðumst saman og auðvitað var meira gaman að fara saman í hóp að skoða Forboðnu borgina heldur en ein. Svo var alltaf farið í kaffi og spjall yfir kínverskum mat á eftir og virkilega gaman og gefandi stundir. Ég naut þess í botn að vera í Kína því þar var svo margt að sjá og kínverskar konur eru mjög sjálfstæðar. Þar ræður amman öllu á heimilinu og þar er borin virðing fyrir fullorðnu fólki,“ segir Anna. Þess má geta að Anna er stofnandi og fyrsti formaður UN Women for Peace, sem hafði að markmiði að hjálpa konum að komast í meistarapróf í Friðarháskólanum í Kostaríku. Á fimmtudaginn, 8. mars, voru tíu ár síðan hreyfingin var stofnuð en hún hefur margfaldast í starfi sínu síðan.Byrjaði í Breiðholtinu Fyrstu kynni Önnu af kvenfélagsstörfum var á áttunda áratugnum í Efra-Breiðholtinu. „Þar áttum við hjónin okkar fyrstu íbúð en hverfið var nýtt og því var stofnað framfarafélag, fótboltafélag, sóknarnefnd og kvenfélagið Fjallkonurnar sem er enn mjög öflugt í Breiðholtinu. Ég gekk auðvitað í það og var komin í sóknarnefndina rétt 25 ára,“ segir Anna sem vill einkum starfa í kvenfélögum vegna þess að henni þykir gaman að vasast í félagsstörfum og láta gott af sér leiða. „Konurnar eru góðar og hressar og félagsskapurinn frábær. Alls eru um 75 konur í Kvenfélagi Langholtssóknar og við erum sjö í stjórninni. Margar konurnar eru orðnar fullorðnar en undanfarin ár hafa bæst við yngri konur sem eru virkar í starfinu.“ Kvenfélagið er með margt á prjónunum yfir árið. Jóla- og vorbasar eru haldnir til stuðnings góðgerðarmálum og starfandi eru gönguhópar, listhópur og hópur matgæðinga. Þá er prjónakaffi mjög vel sótt af yngri konum og á vorin er vinsæll vormarkaður sem er stór viðburður í hverfinu. „Við styrkjum enga með milljónum en látum fé af hendi rakna til félaga sem munar um hverja krónu. Samveran er dýrmæt og við fáum til okkar góða gesti með áhugaverð erindi sem höfða til allra aldurshópa. Þannig fengum við Guðrúnu Ágústsdóttur formann öldrunarráðs Reykjavíkur, Önnu Steinsson þjálfara hjá Kvam, og Önnu Þóru Baldursdóttur, sem rekur mæðraheimili í Kenýa, á afmælisfundinn okkar á dögunum,“ segir Anna en kvenfélagið er 65 ára í ár. „Nokkrar af stofnfélögunum eru enn í félaginu og sú elsta er Aðalbjörg Jónsdóttir, fædd 1916 og orðin 102 ára. Hún er mörgum kunn fyrir prjónaða kjóla úr eingirni og var með sýningu á Akureyri í fyrra,“ útskýrir Anna. Hún segir samstöðu og samkennd einkenna kvenfélagsstarfið. „Velflestar standa nú í bakstri fyrir kökubasarinn á morgun og við fáum konur til að lesa valda kafla úr Kristnihaldi undir Jökli og Kór Langholtskirkju kemur og syngur. Þetta snýst því ekki bara um að koma inn og kaupa köku heldur getur fólk tyllt sér niður með kaffi og kökusneið og upplifað skemmtilegan viðburð í ró og næði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Það er dýrmætt að vera í kvenfélagi. Félagsskapurinn er frábær og það er gefandi að geta látið gott af sér leiða,“ segir Anna Birgis Hannesson, formaður Kvenfélags Langholtssóknar. Anna er nýbúin að setja súkkulaðikrem, rjóma og ávexti á dýrindis Pavlovu fyrir kökubasarinn og í ofninum er sænsk prinsessukaka. „Prinsessukökuna lærði ég að baka í Svíþjóð og hún er mikil spariterta innan fjölskyldunnar. Ég hef bakað hana fyrir skírnarveislur barnabarnanna og mér þykir gaman að koma með aðeins öðruvísi bakkelsi á basarinn. Prinsessukakan er úr svampbotni sem er skorinn í þrennt, sett er sulta á milli tveggja laga og svo frómas yfir allt saman og marsipan yfir.“ Kökubasarinn er upphitun fyrir Listahátíð Langholtskirkju, Sungið fyrir sætum, sem er átak til að safna fé svo mögulegt sé að klæða að nýju sæti kirkjunnar, og eru tvennir stórtónleikar fyrirhugaðir sunnudaginn 18. mars. „Sætin hafa sannarlega skilað sínu enda hafa hátt í milljón manns tyllt sér og notið fagurra tóna þá áratugi sem liðnir eru,“ segir Anna.Hlýlegar móttökur kvenna Anna tók að sér formennsku í kvenfélaginu árið 2016 eftir að hafa búið um veröld víða sem sendiráðsfrú í nær fjóra áratugi. Eiginmaður hennar er Hjálmar Waag Hannesson, fyrrverandi sendiherra. „Við störfuðum fyrst fyrir utanríkisþjónustuna í Brussel og Svíþjóð en svo varð Hjálmar sendiherra í Þýskalandi þar sem við bjuggum í sex ár. Við opnuðum svo sendiráð Íslands í Kína og líka í Ottawa í Kanada, unnum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og enduðum í Winnipeg, samfélagi Vestur-Íslendinga. Nú erum við komin á eftirlaun og þá þarf maður að hafa eitthvað að gera, eins og kvenfélagið,“ segir Anna kát. Í þeim þremur heimsálfum þar sem Anna hefur búið hafa kvenfélög boðið hana velkomna á öllum stöðum. „Þegar maður kemur á nýjan stað og þekkir engan tekur kvenfélagið á móti manni, hjálpar manni að kynnast öðrum konum og sýnir manni áhugaverða staði. Það hef ég upplifað alls staðar og er mjög notalegt og mikilvægt. Ég hef því alltaf verið þátttakandi í kvenfélögum þar sem áherslan er alls staðar sú sama; að bindast vinaböndum, hjálpast að og láta gott af sér leiða.“ Hjá Sameinuðu þjóðunum voru kvenfélagsfundir einu sinni í mánuði, einn fyrir sendiherrafrúrnar og annar fyrir allar konur innan SÞ. „Oftast hittumst við yfir morgunkaffi og konurnar kynntu land sitt, þjóð og menningu. Margar höfðu verið útivinnandi áður en þær komu í sendiráðin og við tók tómarúm yfir daginn sem þurfti að fylla. Í New York er mjög auðvelt að vera einn þótt þar sé mikið af fólki, og til þess voru kvenfélögin hugsuð; að kynnast hver annarri, ólíkri menningu og þjóðum,“ útskýrir Anna sem á margar kærar vinkonur frá áratugunum ytra. „Mínar kærustu vinkonur í gegnum kvenfélagsstarfið eignaðist ég í Þýskalandi og Svíþjóð, en eiginlega á ég alls staðar vinkonur sem voru mínar bestu í hverju landi fyrir sig. Það er sannarlega fallegt og mikilvægt veganesti. Margar hafa komið og heimsótt okkur til Íslands og þótt það séu ekki nema jólakortasamskipti í dag er enn munað eftir manni og maður fær fréttir af þessum góðu konum og því sem þær aðhafast í dag.“Konur sjálfstæðari nú Anna segir öll löndin sem þau Hjálmar settust að í hafa verið áhugaverð og góð til búsetu. „Það var mjög gott að vera í Belgíu og Svíþjóð með unga krakka, og svo allt öðruvísi og áhugavert að vera í Kína. Þar var margt að læra í fyrstu og stundum erfitt, en þegar kallið kom vildum við helst ekki fara þaðan. Okkur finnst New York líka vera mjög skemmtilegur staður, áhugaverður og líflegur, og við kunnum mjög vel við okkur í Winnipeg, sem var svolítið eins og að vera innan um fjölskylduna þar sem Vestur-Íslendingar droppuðu inn í kaffi, sem var yfirleitt ekki gert í sendiráðunum nema að melda sig fyrst. En satt að segja hefðum við helst vilja vera lengur á öllum stöðum.“ Heimþráin gerði stundum vart við sig hjá Önnu en þó ekki svo að það plagaði hana. „Við komum til Íslands einu sinni til tvisvar á ári og vorum alltaf heima tvo mánuði á sumrin þegar börnin voru í sumarfríi í skólunum, segir Anna en þau Hjálmar eiga þrjú uppkomin börn sem öll uppskáru mikla tungumálakunnáttu á búferlaflutningum fjölskyldunnar. Anna segir mun á konum í dag og þegar hún flutti fyrst utan til sendiráðsstarfa árið 1977. „Aðalmunurinn er sá að konur voru ekki eins sjálfstæðar og þær eru í dag. Það fer þó eftir því hvar maður er staddur í heiminum og menningu staðarins. Í Arabalöndunum eru konur yfirhöfuð ekki mjög sjálfstæðar en þegar þær hittust með konum annarra sendiráða, einar og sér, tóku þær niður slæðurnar og dönsuðu eins og við hinar í leikfimi og dansi. Það þótti mér sérstakt að upplifa.“Sænsk prinsessukaka.Í Kína var einnig kvenfélag á meðal sendiráðsfólksins „Við ferðuðumst saman og auðvitað var meira gaman að fara saman í hóp að skoða Forboðnu borgina heldur en ein. Svo var alltaf farið í kaffi og spjall yfir kínverskum mat á eftir og virkilega gaman og gefandi stundir. Ég naut þess í botn að vera í Kína því þar var svo margt að sjá og kínverskar konur eru mjög sjálfstæðar. Þar ræður amman öllu á heimilinu og þar er borin virðing fyrir fullorðnu fólki,“ segir Anna. Þess má geta að Anna er stofnandi og fyrsti formaður UN Women for Peace, sem hafði að markmiði að hjálpa konum að komast í meistarapróf í Friðarháskólanum í Kostaríku. Á fimmtudaginn, 8. mars, voru tíu ár síðan hreyfingin var stofnuð en hún hefur margfaldast í starfi sínu síðan.Byrjaði í Breiðholtinu Fyrstu kynni Önnu af kvenfélagsstörfum var á áttunda áratugnum í Efra-Breiðholtinu. „Þar áttum við hjónin okkar fyrstu íbúð en hverfið var nýtt og því var stofnað framfarafélag, fótboltafélag, sóknarnefnd og kvenfélagið Fjallkonurnar sem er enn mjög öflugt í Breiðholtinu. Ég gekk auðvitað í það og var komin í sóknarnefndina rétt 25 ára,“ segir Anna sem vill einkum starfa í kvenfélögum vegna þess að henni þykir gaman að vasast í félagsstörfum og láta gott af sér leiða. „Konurnar eru góðar og hressar og félagsskapurinn frábær. Alls eru um 75 konur í Kvenfélagi Langholtssóknar og við erum sjö í stjórninni. Margar konurnar eru orðnar fullorðnar en undanfarin ár hafa bæst við yngri konur sem eru virkar í starfinu.“ Kvenfélagið er með margt á prjónunum yfir árið. Jóla- og vorbasar eru haldnir til stuðnings góðgerðarmálum og starfandi eru gönguhópar, listhópur og hópur matgæðinga. Þá er prjónakaffi mjög vel sótt af yngri konum og á vorin er vinsæll vormarkaður sem er stór viðburður í hverfinu. „Við styrkjum enga með milljónum en látum fé af hendi rakna til félaga sem munar um hverja krónu. Samveran er dýrmæt og við fáum til okkar góða gesti með áhugaverð erindi sem höfða til allra aldurshópa. Þannig fengum við Guðrúnu Ágústsdóttur formann öldrunarráðs Reykjavíkur, Önnu Steinsson þjálfara hjá Kvam, og Önnu Þóru Baldursdóttur, sem rekur mæðraheimili í Kenýa, á afmælisfundinn okkar á dögunum,“ segir Anna en kvenfélagið er 65 ára í ár. „Nokkrar af stofnfélögunum eru enn í félaginu og sú elsta er Aðalbjörg Jónsdóttir, fædd 1916 og orðin 102 ára. Hún er mörgum kunn fyrir prjónaða kjóla úr eingirni og var með sýningu á Akureyri í fyrra,“ útskýrir Anna. Hún segir samstöðu og samkennd einkenna kvenfélagsstarfið. „Velflestar standa nú í bakstri fyrir kökubasarinn á morgun og við fáum konur til að lesa valda kafla úr Kristnihaldi undir Jökli og Kór Langholtskirkju kemur og syngur. Þetta snýst því ekki bara um að koma inn og kaupa köku heldur getur fólk tyllt sér niður með kaffi og kökusneið og upplifað skemmtilegan viðburð í ró og næði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira