Lífið

Hætt á Snapchat

Guðný Hrönn skrifar
Chrissy Teigan er hætt að nota Snap­chat.
Chrissy Teigan er hætt að nota Snap­chat. Vísir/GETTY
Smáforritið Snapchat hefur átt undir högg að sækja eftir að nokkrir áhrifavaldar tjáðu sig um að forritið væri ekki að gera góða hluti þessa dagana. Nýjasta dæmið er fyrirsætan Chrissy Teigen en hún greindi frá því á Twitter um helgina að hún væri hætt að nota Snapchat.

Ástæðan mun vera sú að nýjasta uppfærsla Snapchat sem gerð var í febrúar truflar hana, eins og svo marga aðra. Teigen greindi frá því að fylgjendur hennar ættu erfitt með að finna efnið sem hún birtir eftir að forritinu var breytt. Hún hefur hingað til talað opinskátt um óánægju sína með breytingar á forritinu en um helgina gafst hún upp.

Teigen er ekki fyrsta stjarnan sem gefst upp á Snapchat því í seinasta mánuði hrundi gengi bréfa í tæknifyrirtækinu Snap um 7,2 prósent eftir að raunveruleikastjarnan Kylie Jenner fór ófögrum orðum um nýjustu uppfærsluna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.