Enski boltinn

„Ég læri af Van Dijk á hverjum degi“

Dagur Lárusson skrifar
Joe Gomez í baráttunni.
Joe Gomez í baráttunni. vísir/getty
Joe Gomez, leikmaður Liverpool, segist vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi frá liðsfélaga sínum Virgil Van Dijk.

Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton í janúar fyrir 75 milljónir punda og vildu margir meina að ungir leikmenn eins og Gomez myndu fá færri tækifæri eftir þessi kaup. Gomez hefur neitað því.

„Ég sá þessi kaupa alls ekki þannig fyrir mér að ég væri að fara að fá færri tækifæri heldur leit ég frekar á þetta þannig að þetta væri frábært tækifæri mig til þess að læra af frábærum varnarmanni.“

„Ég stressa mig aldrei á því þegar félagið kaupir nýja leikmenn, ég hugsa voða lítið um það. Eina sem ég hugsa um hvað það varðar er að það er frábært að ég er á stað þar sem ég get lært af hæfileikaríkum leikmönnum. Ég reyni að læra eins mikið og ég get af Virgil.“

„Hann er augljóslega stór og stæðilegur, það sjá það allir. Hann stjórnar vörninni vel og þú sérð á honum að honum líður vel með boltann við fæturnar.“

Joe Gomez var einnig spurður út í Mohamed Salah sem hefur fari á kostum í vetur.

„Ég veit ekki hver er bestur, hann, Coutinho eða Neymar, þeir eru allir í heimsklassa og það er sannur heiður fyrir mig að fá að takast á við leikmenn eins og þá.“

Þessi tvítugi strákur kom til Liverpool frá Chartlon árið 2015 en lennti í erfiðum meiðslum í byrjun feril síns hjá Liverpool en á þessu tímabili er hann oftar en ekki í byrjunarliði Jurgen Klopp.


Tengdar fréttir

Sannfærandi sigur Liverpool

Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með Southampton í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur 2-0 fyrir gestina úr Liverpoolborg.

Liverpool staðfestir komu Van Dijks

Liverpool hefur staðfest að Virgil van Dijk gangi í raðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýársdag.

Virgil van Dijk: Þvílíkt kvöld

Virgil van Dijk, hetja Liverpool í kvöld, var að sjálfsögðu í skýjunum í viðtölum eftir leikinn en hann tryggði Liverpool 2-1 bikarsigur á nágrönnunum í Everton í fyrsta leik sínum með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×