Leikurinn í kvöld var mikið fyrir augað. Stjarnan gat jafnað metin í síðustu sókninni en Danero Tomas kom í veg fyrir það þegar hann stökk fyrir skot Colin Pryor. Skotið má sjá neðst í fréttinni.
Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum lentu þeim köppum all hressilega saman. Ryan Taylor tók þá hendina og fór með hana í hnakkann á Hlyn. Landsliðsmaðurinn steinlá og dómarar leiksins dæmdu sóknarvillu á Taylor.
Stjörnumenn voru æfir út í þennan dóm og vildu að Taylor hefði verið sendur beint úr húsinu fyrir þetta grófa brot. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var verulega ósáttur í viðtali eftir leikinn og sagði að þetta hefði verið viljandi högg sem stjórn FIBA hefði horft beint á.