Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2018 23:39 Halldór Jóhann var svekktur að verða af deildarmeistaratitlinum.. vísir/eyþór „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
„Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45