Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Hörður Ægisson skrifar 21. mars 2018 06:00 Leigufélagið Heimavellir vinnur hörðum höndum að endurfjármögnun en vaxtaberandi langtímaskuldir þess námu 32 milljörðum í árslok 2017. Heimavellir hafa sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum leigufélagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá mun boðaðri skráningu Heimavalla, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, seinka að lágmarki um einn mánuð til viðbótar. Í samtali við Markaðinn segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, aðspurð- ur að ástæðan fyrir því að fjárfestingabankanum var skipt út hafi verið „mismunandi sýn Heimavalla og Kviku á aðferðafræði við sölu á hlutum í félaginu í útboðinu.“ Þá staðfestir Guðbrandur að skráningu Heimavalla á aðalmarkað í Kauphöllina muni seinka frá því sem áður var að stefnt og nú sé gert ráð fyrir því að hún fari fram í byrjun maí á þessu ári. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna. Nærri eitt ár er síðan Heimavellir sömdu við bæði Kviku og Íslandsbanka um að sjá um skráningu leigufélagsins í Kauphöllina. Hlutverk Íslandsbanka er að sjá um ritun skráningarlýsingar félagsins. Heimavellir hafa vaxið mjög hratt á undanförnum misserum og árum, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Leigutekjur félagsins voru tæplega 3,1 milljarður á árinu og meira en tvöfölduðust frá fyrra ári. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir.Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.Vísir/AntonFélagið hefur að undanförnu unnið mjög að því reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals nema vaxtaberandi skuldir þess liðlega 32 milljörðum. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins hafa í því skyni meðal annars kannað mjög áhuga erlendra fjárfestingasjóða á að koma að fjármögnun leigufélagsins en í byrjun ársins gerði Almenna leigufélagið fjögurra milljarða króna lánssamning við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance. Með þeim samningi lækkaði vaxtakostnaður Almenna leigufélagsins verulega, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem unnu um skeið sem ráðgjafar við fjármögnun leigufélagsins er Jón Ingi Árnason. Hann hafði áður unnið að söluferli Heimavalla í tengslum við áformaða skráningu þegar hann starfaði í Kviku banka en hætti þar störfum í fyrra. Jón Ingi var síðan ráðinn í markaðsviðskipti Landsbankans í byrjun þessa árs. Stærstu hluthafar Heimavalla eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Glitnis, og eignarhaldsfélagið Brimgarðar sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra eigu reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eiga einnig nokkrir lífeyrissjóðir hlut í leigufélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. 23. september 2017 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Heimavellir hafa sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum leigufélagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá mun boðaðri skráningu Heimavalla, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, seinka að lágmarki um einn mánuð til viðbótar. Í samtali við Markaðinn segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, aðspurð- ur að ástæðan fyrir því að fjárfestingabankanum var skipt út hafi verið „mismunandi sýn Heimavalla og Kviku á aðferðafræði við sölu á hlutum í félaginu í útboðinu.“ Þá staðfestir Guðbrandur að skráningu Heimavalla á aðalmarkað í Kauphöllina muni seinka frá því sem áður var að stefnt og nú sé gert ráð fyrir því að hún fari fram í byrjun maí á þessu ári. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna. Nærri eitt ár er síðan Heimavellir sömdu við bæði Kviku og Íslandsbanka um að sjá um skráningu leigufélagsins í Kauphöllina. Hlutverk Íslandsbanka er að sjá um ritun skráningarlýsingar félagsins. Heimavellir hafa vaxið mjög hratt á undanförnum misserum og árum, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Leigutekjur félagsins voru tæplega 3,1 milljarður á árinu og meira en tvöfölduðust frá fyrra ári. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir.Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.Vísir/AntonFélagið hefur að undanförnu unnið mjög að því reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals nema vaxtaberandi skuldir þess liðlega 32 milljörðum. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins hafa í því skyni meðal annars kannað mjög áhuga erlendra fjárfestingasjóða á að koma að fjármögnun leigufélagsins en í byrjun ársins gerði Almenna leigufélagið fjögurra milljarða króna lánssamning við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance. Með þeim samningi lækkaði vaxtakostnaður Almenna leigufélagsins verulega, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem unnu um skeið sem ráðgjafar við fjármögnun leigufélagsins er Jón Ingi Árnason. Hann hafði áður unnið að söluferli Heimavalla í tengslum við áformaða skráningu þegar hann starfaði í Kviku banka en hætti þar störfum í fyrra. Jón Ingi var síðan ráðinn í markaðsviðskipti Landsbankans í byrjun þessa árs. Stærstu hluthafar Heimavalla eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Glitnis, og eignarhaldsfélagið Brimgarðar sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra eigu reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eiga einnig nokkrir lífeyrissjóðir hlut í leigufélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. 23. september 2017 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. 23. september 2017 06:00
Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11