Sér eftir nektarmyndunum Ritstjórn skrifar 9. apríl 2018 20:00 Glamour/Getty Fyrirsætan Cindy Crawford vonast til að geta kennt börnum sínum tveimur eitthvað þegar kemur að fyrirsætubransanum sem bæði eru nú að leggja fyrir sig. Þetta kemur fram í viðtali við fyrirsætuna í blaðinu Town & Country. Börnin hennar tvö, Presley og Kaia Gerber, eru bæði á hraðri uppleið í fyrirsætuheiminum og fylgja þannig í fótspor hennar. Þá vonast hún eftir að þau læri að segja nei við starfstilboðum sem þau gætu séð eftir seinna á lífsleiðinni, eins og hún sjálf hefur þurft að læra. Hún segist vera heppin að vera ekki með neina #metoo sögu frá eigin ferli en að hún hafi vissulega látið hafa sig út í hluti sem hún hafi seinna séð eftir. „Ég hef látið taka af mér nektarmyndir, margar, en þær einu sem ég sé eftir eru þær sem ég lét tala mig til að gera. Ég vil ekki að börnin mín lendi í því og vil styrkja þau í að segja nei.“ Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Til hamingju með daginn Marc Jacobs Glamour
Fyrirsætan Cindy Crawford vonast til að geta kennt börnum sínum tveimur eitthvað þegar kemur að fyrirsætubransanum sem bæði eru nú að leggja fyrir sig. Þetta kemur fram í viðtali við fyrirsætuna í blaðinu Town & Country. Börnin hennar tvö, Presley og Kaia Gerber, eru bæði á hraðri uppleið í fyrirsætuheiminum og fylgja þannig í fótspor hennar. Þá vonast hún eftir að þau læri að segja nei við starfstilboðum sem þau gætu séð eftir seinna á lífsleiðinni, eins og hún sjálf hefur þurft að læra. Hún segist vera heppin að vera ekki með neina #metoo sögu frá eigin ferli en að hún hafi vissulega látið hafa sig út í hluti sem hún hafi seinna séð eftir. „Ég hef látið taka af mér nektarmyndir, margar, en þær einu sem ég sé eftir eru þær sem ég lét tala mig til að gera. Ég vil ekki að börnin mín lendi í því og vil styrkja þau í að segja nei.“
Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Til hamingju með daginn Marc Jacobs Glamour