Tók upp myndband á 100 ára skipi í Afríku Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Jóhanna lét drauminn um að snúa aftur á skipið rætast og tók upp myndband í leiðinni. VÍSIR/ANTON BRINK Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngkona og lagahöfundur, sendi frá sér glænýtt myndband við lagið The Adventurous Dream sem hún tók upp á Grænhöfðaeyjum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan og á 100 ára gamalli skútu en Jóhanna hafði einmitt samið lagið á þessari sömu skútu fyrir tveimur árum. „Ég fór fyrir tilviljun í seglskipakeppnina The Tall Ships Races. Ég var sjálfboðaliði á einu seglskipi þarna, 100 ára gömlu hollensku seglskipi. Þarna er einungis siglt fyrir seglum, það er bannað að nota vélarafl. Upplifunin að sigla þetta var einstök. Ég var laus við allar áhyggjur og áreiti – það eina sem var til í heiminum þessa daga var skipið, sjórinn og sólin. Maður gat setið uppi á dekki tímunum saman og horft á sjóndeildarhringinn án þess að leiðast. Það var akkúrat á þannig augnabliki sem ég samdi lagið en það hefur aldrei gerst hjá mér áður að lag komi svona til mín. Lagið fjallar einfaldlega um upplifunina á skipinu.“Hvernig gerðist það að þú endaðir í þessari keppni? „Ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og einn daginn var ég að skrolla í gegnum Facebook og rak augun í auglýsingu sem hljómaði einhvernveginn svona: „Viltu verða sjálfboðaliði á seglskipi í seglskipakeppni?“ Ég varð forvitin og ákvað að slá til. Svo sótti ég bara um ásamt 400 öðrum og fékk þetta. Við vorum þarna nokkur ungmenni á skipinu. Í kringum þetta voru svo skrúðgöngur, hátíðarhöld og risapartí með öllum skipverjum af öllum skipunum – þetta var bara alveg sjúklega gaman!“ Svo gaman var þetta að Jóhanna gat bókstaflega ekki hætt að hugsa um ferðalagið. „Eftir keppnina dreymdi mig um að snúa aftur á skipið – ég vissi að það væru ferðir í boði með skipinu um Grænhöfðaeyjar en það fannst mér ótrúlega heillandi. Einu ári síðar var ég að taka upp nokkur lög á komandi plötu, þar á meðal þetta lag sem ég samdi á skipinu, og þá datt mér í hug að snúa aftur á skipið og taka upp tónlistarmyndband. Ég ætlaði mér að ná þessu takmarki og með miklu áræði og skipulagningu tókst mér það.“Jóhanna tók myndbandið upp á skipinu á Grænhöfðaeyjum í byrjun árs og nú er það komið út og draumur hennar hefur ræst, hvorki meira né minna.Var þetta ekkert vesen? „Nei. Ég var svo heppin að fá ótrúlega fínan danskan kvikmyndagerðarmann með mér. Ég hafði aldrei hitt hann áður en hann kom í gegnum Eyk Studio. Hann kom með sínar græjur; myndavél og dróna. Við tókum þetta upp á tveimur dögum plús eitt kvöld á þriðja degi. Einn daginn vorum við bara í landi með skipið í bakgrunni. Við vorum á eyðieyju með gömlu virki þangað sem var farið með okkur á gúmmíbát. Svo vorum við bara á skipinu í einn dag á siglingu. Þetta gekk allt ótrúlega greiðlega fyrir sig.“ Fram undan hjá Jóhönnu er að klára plötuna sína, en The Adventurous Dream er annað lagið sem hún gefur út af plötunni. Annars er hún bara að semja á fullu og segir að það sé mikið í pípunum. Myndbandið má finna á YouTube og á like-síðu Jóhönnu á Facebook. Lagið má svo finna á Spotify og öðrum streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngkona og lagahöfundur, sendi frá sér glænýtt myndband við lagið The Adventurous Dream sem hún tók upp á Grænhöfðaeyjum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan og á 100 ára gamalli skútu en Jóhanna hafði einmitt samið lagið á þessari sömu skútu fyrir tveimur árum. „Ég fór fyrir tilviljun í seglskipakeppnina The Tall Ships Races. Ég var sjálfboðaliði á einu seglskipi þarna, 100 ára gömlu hollensku seglskipi. Þarna er einungis siglt fyrir seglum, það er bannað að nota vélarafl. Upplifunin að sigla þetta var einstök. Ég var laus við allar áhyggjur og áreiti – það eina sem var til í heiminum þessa daga var skipið, sjórinn og sólin. Maður gat setið uppi á dekki tímunum saman og horft á sjóndeildarhringinn án þess að leiðast. Það var akkúrat á þannig augnabliki sem ég samdi lagið en það hefur aldrei gerst hjá mér áður að lag komi svona til mín. Lagið fjallar einfaldlega um upplifunina á skipinu.“Hvernig gerðist það að þú endaðir í þessari keppni? „Ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og einn daginn var ég að skrolla í gegnum Facebook og rak augun í auglýsingu sem hljómaði einhvernveginn svona: „Viltu verða sjálfboðaliði á seglskipi í seglskipakeppni?“ Ég varð forvitin og ákvað að slá til. Svo sótti ég bara um ásamt 400 öðrum og fékk þetta. Við vorum þarna nokkur ungmenni á skipinu. Í kringum þetta voru svo skrúðgöngur, hátíðarhöld og risapartí með öllum skipverjum af öllum skipunum – þetta var bara alveg sjúklega gaman!“ Svo gaman var þetta að Jóhanna gat bókstaflega ekki hætt að hugsa um ferðalagið. „Eftir keppnina dreymdi mig um að snúa aftur á skipið – ég vissi að það væru ferðir í boði með skipinu um Grænhöfðaeyjar en það fannst mér ótrúlega heillandi. Einu ári síðar var ég að taka upp nokkur lög á komandi plötu, þar á meðal þetta lag sem ég samdi á skipinu, og þá datt mér í hug að snúa aftur á skipið og taka upp tónlistarmyndband. Ég ætlaði mér að ná þessu takmarki og með miklu áræði og skipulagningu tókst mér það.“Jóhanna tók myndbandið upp á skipinu á Grænhöfðaeyjum í byrjun árs og nú er það komið út og draumur hennar hefur ræst, hvorki meira né minna.Var þetta ekkert vesen? „Nei. Ég var svo heppin að fá ótrúlega fínan danskan kvikmyndagerðarmann með mér. Ég hafði aldrei hitt hann áður en hann kom í gegnum Eyk Studio. Hann kom með sínar græjur; myndavél og dróna. Við tókum þetta upp á tveimur dögum plús eitt kvöld á þriðja degi. Einn daginn vorum við bara í landi með skipið í bakgrunni. Við vorum á eyðieyju með gömlu virki þangað sem var farið með okkur á gúmmíbát. Svo vorum við bara á skipinu í einn dag á siglingu. Þetta gekk allt ótrúlega greiðlega fyrir sig.“ Fram undan hjá Jóhönnu er að klára plötuna sína, en The Adventurous Dream er annað lagið sem hún gefur út af plötunni. Annars er hún bara að semja á fullu og segir að það sé mikið í pípunum. Myndbandið má finna á YouTube og á like-síðu Jóhönnu á Facebook. Lagið má svo finna á Spotify og öðrum streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira