Lífið

Bræðurnir Halldór og Eiríkur mæta með allt gengið á AK Extreme

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bræðurnir Eiríkur og Halldór verða í eldlínunni á laugardagskvöldið. Hér eru þeir með öllu teyminu.
Bræðurnir Eiríkur og Halldór verða í eldlínunni á laugardagskvöldið. Hér eru þeir með öllu teyminu. mynd/lobster
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin á Akureyri um helgina. Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í  Gilinu, Sjallanum og Græna Hattinum.

Hápunktur AK Extreme verður Eimskips gámastökkið í Gilinu á laugardagskvöldið kl. 21:00 en þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn.  

Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi.

Snjóbrettafyrirtækið LOBSTER, sem er í eigu bræðranna Halldórs Helgasonar og Eiríks Helgasonar hefur verið áberandi í snjóbrettaheiminum síðan þeir settu það á laggirnar árið 2011.

Það er vaninn í snjóbrettaheiminum að flest merki eiga sitt teymi sem sér um að renna sér og koma fram fyrir hönd merksins. Það eru því stórtíðindi fyrir íslensku jaðarsportmenninguna á íslandi að LOBSTER teymið ætlar að mæta í heild sinni á AK Extreme að keppa um titilinn í Eimskips Gámastökkinu í ár. Halldór og Eiríkur mæta því með gengið með sér.

Hér má sjá LOBSTER teymið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.