Það var tilkynnt formlega í dag að hann verði orðinn titlalaus á laugardaginn er Khabib Nurmagomedov og Max Holloway berjast um léttvigtarbeltið hans.
Conor var mættur til þess að styðja vin sinn Artem Lobov sem er að berjast á bardagakvöldinu. Þeir misstu sig allir í Barclays Center og þá aðallega Conor.
Wild video from Felice Herrig's Instagram of Conor McGregor and company wrecking things behind the scenes. pic.twitter.com/tFqZ16JBqy
— Michael Hutchinson (@TheMikeyHutch) April 5, 2018
Á myndbandinu hér að ofan sést Conor kasta öryggishliði baksviðs í Barclays Center og láta öllum illum látum. Hann stakk svo af og er búið að gefa út handtökuskipun á Írann. Lögreglan leitar hans nú en hér að neðan má sjá þá stinga af inn í svartan bíl.
So Conor McGregor and his entourage just sprinted out of Barclays Center and into a waiting SUV. Here's some shaky video from my window seat at Starbucks
A post shared by Adam (@adamhilllvrj) on Apr 5, 2018 at 10:38am PDT
Í öllum þessum átökum í kvöld fékk einn af bardagaköppum kvöldsins, Michael Chiesa, skurð á hausinn og óvissa með hans þátttöku í kvöldinu.
Dana White, forseti UFC, gaf það svo út rétt áðan að Lobov fengi ekki að berjast á laugardag þar sem hann tók þátt í þessum látum í kvöld. White sagði enn fremur frá því að það væri búið að gefa út handtökuskipun á Conor. Það verða því frekari læti í New York í kvöld.
So, this is how Chiesa got cut. #UFC223 pic.twitter.com/94RF9E3EVF
— Justin Golightly (@SecretMovesMMA) April 5, 2018
yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo
— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018