Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:56 Vísir/Eyþór Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta. Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira