Alls voru 223 mál af þessum toga höfðuð gegn LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, en ákveðið var að reka ellefu prófmál.

Héraðsdómur taldi að fram væru komnar vísbendingar, sönnunargögn og veigamikil rök sem hníga að því að gamli Landsbankinn hefði í sýslan sinni um dótturfélag sitt, Landsvaka, gengið fram með þeim hætti að almennt myndi teljast saknæmt.
Hins vegar var talið að stefnendur hefðu ekki sýnt fram á að þeir hefðu beinlínis orðið fyrir tjóni af þeim sökum. Var kröfunum því hafnað.