„Mastersmót“ fyrir konur á Augusta en Ólafía okkar má ekki að taka þátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Augusta-völlurinn var lengi bara golfvöllur fyrir karlpeninginn þar sem konur máttu ekki spila en eitt af þessum síðustu karlavígum er nú loksins að falla. Mastersmótið fer fram á vellinum ár hvert en það er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu og einn stærsti viðburður golfársins. Nú fá konurnar loksins tækifæri til að keppa á þessum frábæra golfvelli sem ber nafnið Augusta National. Frá og með næsta ári mun fara fram á vellinum Augusta National Women’s Amateur Championship en það verður spilað í vikunni á undan Mastersmótinu. Þetta verður 54 holu mót og þar munu bestu áhugakylfingar heims taka þátt. Þátttakendur verða 72 talsins.Chairman Fred Ridley announces the establishment of the Augusta National Women’s Amateur Championship. The new event will bring the best 72 players in the world to Augusta beginning next year, with the final round being played at Augusta National the Saturday before the Masters. — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Atvinnukylfingarnir mega hinsvegar ekki keppa á þessu móti og íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því ekki gjaldgengar. Margar ungar og flottar golfkonur eru hinsvegar að koma upp í íslenska golfvorinu og hver veit nema einhver þeirra vinni sér keppnisrétt á þessu sögulega móti. Augusta-völlurinn mun reyndar aðeins hýsa þriðja og síðasta hringinn þegar er búið að skera niður í 30 kylfinga úrslit. Fyrstu tveir dagarnir fara fram hjá Champions Retreat golfklúbbnum í Augusta. Lokahringurinn á næsta ári mun fara fram laugardaginn 6.apríl 2019. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Augusta-völlurinn var lengi bara golfvöllur fyrir karlpeninginn þar sem konur máttu ekki spila en eitt af þessum síðustu karlavígum er nú loksins að falla. Mastersmótið fer fram á vellinum ár hvert en það er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu og einn stærsti viðburður golfársins. Nú fá konurnar loksins tækifæri til að keppa á þessum frábæra golfvelli sem ber nafnið Augusta National. Frá og með næsta ári mun fara fram á vellinum Augusta National Women’s Amateur Championship en það verður spilað í vikunni á undan Mastersmótinu. Þetta verður 54 holu mót og þar munu bestu áhugakylfingar heims taka þátt. Þátttakendur verða 72 talsins.Chairman Fred Ridley announces the establishment of the Augusta National Women’s Amateur Championship. The new event will bring the best 72 players in the world to Augusta beginning next year, with the final round being played at Augusta National the Saturday before the Masters. — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Atvinnukylfingarnir mega hinsvegar ekki keppa á þessu móti og íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því ekki gjaldgengar. Margar ungar og flottar golfkonur eru hinsvegar að koma upp í íslenska golfvorinu og hver veit nema einhver þeirra vinni sér keppnisrétt á þessu sögulega móti. Augusta-völlurinn mun reyndar aðeins hýsa þriðja og síðasta hringinn þegar er búið að skera niður í 30 kylfinga úrslit. Fyrstu tveir dagarnir fara fram hjá Champions Retreat golfklúbbnum í Augusta. Lokahringurinn á næsta ári mun fara fram laugardaginn 6.apríl 2019.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira