Haraldur hefur verið ötull í baráttu sinni gegn óheilbrigðum niðurskurði í MMA-heiminum en virðist oft á tíðum tala fyrir daufum eyrum eins og fleiri.
Holloway er að keppa í flokki fyrir ofan sinn flokk en þarf samt að fara í mikinn niðurskurð. Galið myndu margir segja.
Just goes to prove the madness that is allowed to go on in the weight cutting insanity of MMA. A "featherweight" fighter needs a massive weight cut for a lightweight fight! The athletic officials and the #UFC needs to act on this NOW before someone dies.https://t.co/Xb0kYOUmE5
— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) April 4, 2018
„Fjaðurvigtarkappi þarf að fara í massífan niðurskurð fyrir léttvigtarbardaga! Íþróttasambandið og UFC þarf að gera eitthvað í þessu NÚNA áður en einhver deyr,“ skrifar Haraldur en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lætur í sér heyra á sömu nótum.
Þess má geta að tíu punda munur er á þyngdarflokkunum tveimur þannig að niðurskurður Holloway fyrir fjaðurvigtarbardaga er enn rosalegri.
Það sem meira er að þá er Holloway að jafna sinn erfiðasta niðurskurð og það á nokkrum dögum. Það er því alls ekkert víst að hann nái niðurskurði eða hreinlega haldi heilsu er kemur að bardaganum sjálfum. Við sjáum hvað setur í þessari viku.