Konur sem hanna Ritstjórn skrifar 3. apríl 2018 03:22 Around kertastjakar frá Ferm Living, og hönnun Ingibjargar Hönnu. Það er auðvelt í dag að finna kvenkyns fyrirmyndir sem skapað hafa sér nafn sem hönnuðir þrátt fyrir að ekki fari mikið fyrir konum þegar litið er til baka yfir hönnunarsöguna. Við tókum saman lista yfir 10 konur sem hanna og hafa látið til sín taka — hver annarri hæfileikaríkari. Hanna Dís Whitehead er vöruhönnuður, útskrifuð frá Design Academy Eindhoven. Hún hefur starfað hjá sínu eigin fyrirtæki, Studio Hanna Whitehead, frá árinu 2011 þar sem hún vinnur að vörum meðal annars úr textíl og leir. Ferm Living, eitt fremsta hönnunarmerki Skandinavíu, kynnti nýlega kertastjaka hannaða af Hönnu Dís sem hluta af nýrri vörulínu sinni. Stjakarnir bera heitið Around og eru úr heillituðum steinleir og látúni. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir er hönnuður Ihanna Home sem hannar og framleiðir gæðavörur fyrir heimilið með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Ihanna Home öðlaðist frægð fyrir Krumma, herðatré sem skreytir mörg íslensk heimili, og í dag eru fjölbreyttar vörur þeirra seldar víða um heim. Ihanna Home var tilnefnt til Formex Nova verðlaunanna 2017 „Nordic designer of the year“ sem þykir mikill heiður. Brynja eru íslensk ullarteppi hönnuð af Margrethe Odgaard fyrir Epal, Blue Flute Mega stellið frá Royal Copenhagen Margrethe Odgaard er á meðal færustu hönnuða samtímans og er handhafi virtu Söderberg-verðlaunanna, sem eru heimsins stærstu hönnunarverðlaun, árið 2016. Hún hannaði nýlega fyrir Epal hluti sem framleiddir eru á Íslandi úr íslenskri ull. Margrethe Odgaard er menntuð sem textílhönnuður en hefur undanfarin ár starfað sem litahönnuður og þykir sú allra besta í faginu. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Georg Jensen, Hay, Muuto, IKEA og Kvadrat ásamt fleirum. Karen Kjælgård-Larsen hannaði hið þekkta Blue Fluted mynstur Royal Copenhagen.Á meðan hún stundaði nám í Danmarks Design School kynnti hún hugmynd sína að stækkuðu broti úr fræga Royal Copenhagen Blue Fluted mynstrinu, sem skreytt hafði vörur postulínsfyrirtækisins frá árinu 1775. 26 ára gömul bar hún hugmyndina undir forsvarsmenn fyrirtækisins sem heilluðust af. Kaffikanna Guðrúnar Lilju fyrir IKEA Vinter, Aino Aalto glösin frá Iittala. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er á meðal okkar fremstu vöruhönnuða, útskrifuð frá Design Academy Eindhoven og er hvað þekktust fyrir hönnunarfyrirtæki sitt Bility. Fyrir jólalínu IKEA 2017, Vinter, fékk hún það verkefni að hanna kaffikönnu og fylgihluti. Upphaflega átti kannan að vera úr gleri, svo postulíni og að lokum endaði hún í leir og er útkoman glæsileg. Það var iðnhönnuðurinn Sigga Heimis sem hafði yfirumsjón með verkefninu og tengdi framúrskarandi íslenska hönnuði við IKEA. Aino Aalto (f. 1894) var finnskur arkitekt og jafnframt gift hönnuðinum og arkitektinum Alvar Aalto. Saman skildu þau eftir sig mikla hönnunararfleifð, en oftar en ekki gleymist framlag hennar vegna frægðar eiginmannsins. Hún átti stóran þátt í velgengni Alvar Aalto, undirbjó m.a. allar áætlanir hönnunarverkefna og teiknaði skissur þar sem hún þótti þar hafa meiri hæfileika en Alvar og má finna nafn hennar á fjölmörgum skissum af þekktum verkum Alvar. Aino hlaut nokkur hönnunarverðlaun og í dag framleiðir Iittala enn glös sem hún hannaði árið 1934 og hlaut verðlaun fyrir. Helsta framlag Aino til hönnunarsögunnar er þó sem listrænn stjórnandi Artek, fyrirtækis sem hún og Alvar stofnuðu árið 1935. Cowboy dream spegill frá Önnu Þórunni., Ilse vasi frá Georg Jensen.Anna Þórunn Hauksdóttirer vöruhönnuður, útskrifuð frá Listaháskóla Íslands, sem hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir einstaka hönnun sem innblásin er af minningum, sögum og draumum. Anna Þórunn hannar gæðavörur fyrir heimilið sem einkennast af glettni í bland við elegans.Ilse Crawford er breskur hönnuður sem hefur látið til sín taka á sviði vöru- og innanhússhönnunar. Hún var einn af stofnendum tímaritsins Elle Decoration og kenndi Bretum að meta nútímalega hönnun. Í dag rekur hún hönnunarfyrirtæki sitt Studio Ilse og þykir einn fremsti breski innanhússhönnuðurinn sem vekur athygli þar sem hún menntaði sig í sagnfræði. Ilse Crawford hefur hannað vörulínur fyrir t.d. Georg Jensen og IKEA ásamt því að hafa gefið út nokkrar bækur um hönnun.Borð á hjólum eftir Gae Aulenti.Gae Aulenti (f. 1927) var ítalskur arkitekt en verkefni hennar spanna stórt svið, húsgögn, grafíska hönnun, ljósa- og vöruhönnun og að sjálfsögðu arkitektúr. Þekktust er hún fyrir nokkur stærri verkefni á borð við Musée d’Orsay í París en í huga okkar sem kunnum að meta nútímalega hönnun er hún þekktust fyrir mínímalískt glerborð á hjólum, Tavolo con Ruote, sem hún hannaði árið 1980 og hefur öðlast sjálfstætt líf í dag í huga „do it yourself“ unnenda um heim allan.Teppi frá Vík PrjónsdótturVík Prjónsdóttir varð til árið 2005 og er skapandi merki sem hannar og framleiðir gæðavörur úr íslenskri ull sem innblásnar eru af goðsögnum og sögum. Á bakvið Vík Prjónsdóttur standa hönnuðirnir Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Vörur Vík Prjónsdóttur vekja athygli víða og hafa hlotið margar viðurkenningar. Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Er hollt fyrir húðina að vera málaður í ræktinni? Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour
Það er auðvelt í dag að finna kvenkyns fyrirmyndir sem skapað hafa sér nafn sem hönnuðir þrátt fyrir að ekki fari mikið fyrir konum þegar litið er til baka yfir hönnunarsöguna. Við tókum saman lista yfir 10 konur sem hanna og hafa látið til sín taka — hver annarri hæfileikaríkari. Hanna Dís Whitehead er vöruhönnuður, útskrifuð frá Design Academy Eindhoven. Hún hefur starfað hjá sínu eigin fyrirtæki, Studio Hanna Whitehead, frá árinu 2011 þar sem hún vinnur að vörum meðal annars úr textíl og leir. Ferm Living, eitt fremsta hönnunarmerki Skandinavíu, kynnti nýlega kertastjaka hannaða af Hönnu Dís sem hluta af nýrri vörulínu sinni. Stjakarnir bera heitið Around og eru úr heillituðum steinleir og látúni. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir er hönnuður Ihanna Home sem hannar og framleiðir gæðavörur fyrir heimilið með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Ihanna Home öðlaðist frægð fyrir Krumma, herðatré sem skreytir mörg íslensk heimili, og í dag eru fjölbreyttar vörur þeirra seldar víða um heim. Ihanna Home var tilnefnt til Formex Nova verðlaunanna 2017 „Nordic designer of the year“ sem þykir mikill heiður. Brynja eru íslensk ullarteppi hönnuð af Margrethe Odgaard fyrir Epal, Blue Flute Mega stellið frá Royal Copenhagen Margrethe Odgaard er á meðal færustu hönnuða samtímans og er handhafi virtu Söderberg-verðlaunanna, sem eru heimsins stærstu hönnunarverðlaun, árið 2016. Hún hannaði nýlega fyrir Epal hluti sem framleiddir eru á Íslandi úr íslenskri ull. Margrethe Odgaard er menntuð sem textílhönnuður en hefur undanfarin ár starfað sem litahönnuður og þykir sú allra besta í faginu. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Georg Jensen, Hay, Muuto, IKEA og Kvadrat ásamt fleirum. Karen Kjælgård-Larsen hannaði hið þekkta Blue Fluted mynstur Royal Copenhagen.Á meðan hún stundaði nám í Danmarks Design School kynnti hún hugmynd sína að stækkuðu broti úr fræga Royal Copenhagen Blue Fluted mynstrinu, sem skreytt hafði vörur postulínsfyrirtækisins frá árinu 1775. 26 ára gömul bar hún hugmyndina undir forsvarsmenn fyrirtækisins sem heilluðust af. Kaffikanna Guðrúnar Lilju fyrir IKEA Vinter, Aino Aalto glösin frá Iittala. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er á meðal okkar fremstu vöruhönnuða, útskrifuð frá Design Academy Eindhoven og er hvað þekktust fyrir hönnunarfyrirtæki sitt Bility. Fyrir jólalínu IKEA 2017, Vinter, fékk hún það verkefni að hanna kaffikönnu og fylgihluti. Upphaflega átti kannan að vera úr gleri, svo postulíni og að lokum endaði hún í leir og er útkoman glæsileg. Það var iðnhönnuðurinn Sigga Heimis sem hafði yfirumsjón með verkefninu og tengdi framúrskarandi íslenska hönnuði við IKEA. Aino Aalto (f. 1894) var finnskur arkitekt og jafnframt gift hönnuðinum og arkitektinum Alvar Aalto. Saman skildu þau eftir sig mikla hönnunararfleifð, en oftar en ekki gleymist framlag hennar vegna frægðar eiginmannsins. Hún átti stóran þátt í velgengni Alvar Aalto, undirbjó m.a. allar áætlanir hönnunarverkefna og teiknaði skissur þar sem hún þótti þar hafa meiri hæfileika en Alvar og má finna nafn hennar á fjölmörgum skissum af þekktum verkum Alvar. Aino hlaut nokkur hönnunarverðlaun og í dag framleiðir Iittala enn glös sem hún hannaði árið 1934 og hlaut verðlaun fyrir. Helsta framlag Aino til hönnunarsögunnar er þó sem listrænn stjórnandi Artek, fyrirtækis sem hún og Alvar stofnuðu árið 1935. Cowboy dream spegill frá Önnu Þórunni., Ilse vasi frá Georg Jensen.Anna Þórunn Hauksdóttirer vöruhönnuður, útskrifuð frá Listaháskóla Íslands, sem hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir einstaka hönnun sem innblásin er af minningum, sögum og draumum. Anna Þórunn hannar gæðavörur fyrir heimilið sem einkennast af glettni í bland við elegans.Ilse Crawford er breskur hönnuður sem hefur látið til sín taka á sviði vöru- og innanhússhönnunar. Hún var einn af stofnendum tímaritsins Elle Decoration og kenndi Bretum að meta nútímalega hönnun. Í dag rekur hún hönnunarfyrirtæki sitt Studio Ilse og þykir einn fremsti breski innanhússhönnuðurinn sem vekur athygli þar sem hún menntaði sig í sagnfræði. Ilse Crawford hefur hannað vörulínur fyrir t.d. Georg Jensen og IKEA ásamt því að hafa gefið út nokkrar bækur um hönnun.Borð á hjólum eftir Gae Aulenti.Gae Aulenti (f. 1927) var ítalskur arkitekt en verkefni hennar spanna stórt svið, húsgögn, grafíska hönnun, ljósa- og vöruhönnun og að sjálfsögðu arkitektúr. Þekktust er hún fyrir nokkur stærri verkefni á borð við Musée d’Orsay í París en í huga okkar sem kunnum að meta nútímalega hönnun er hún þekktust fyrir mínímalískt glerborð á hjólum, Tavolo con Ruote, sem hún hannaði árið 1980 og hefur öðlast sjálfstætt líf í dag í huga „do it yourself“ unnenda um heim allan.Teppi frá Vík PrjónsdótturVík Prjónsdóttir varð til árið 2005 og er skapandi merki sem hannar og framleiðir gæðavörur úr íslenskri ull sem innblásnar eru af goðsögnum og sögum. Á bakvið Vík Prjónsdóttur standa hönnuðirnir Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Vörur Vík Prjónsdóttur vekja athygli víða og hafa hlotið margar viðurkenningar.
Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Er hollt fyrir húðina að vera málaður í ræktinni? Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour