Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.
Tesla Goes Bankrupt
— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018
Palo Alto, California, April 1, 2018 -- Despite intense efforts to raise money, including a last-ditch mass sale of Easter Eggs, we are sad to report that Tesla has gone completely and totally bankrupt. So bankrupt, you can't believe it.
„Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.
Elon was found passed out against a Tesla Model 3, surrounded by "Teslaquilla" bottles, the tracks of dried tears still visible on his cheeks.
— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018
This is not a forward-looking statement, because, obviously, what's the point?
Happy New Month! pic.twitter.com/YcouvFz6Y1
Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést.