Lífið

Keppendur fengu sér hádegisverð saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegur hópur.
Fallegur hópur.
„Hittumst í hádeginu krakkarnir úr Allir geta dansað og Albert útbjó smá snarl,“ segir Bergþór Pálsson, keppandi í Allir geta dansað í færslu á Facebook.

Sex keppendur eru eftir og mætti því þau Arnar Grant, Ebba Guðný, Jóhanna Guðrún, Hugrún Halldórs og Lóa Pind.

„Því miður er farið að fækka í hópnum og á eftir að fækka fram í lokaþáttinn, en það hefur verið fundinn fjársjóður að kynnast öllum 10 þátttakendunum.“

Bergþór segir að öll séu þau snillingar á sínu sviði.

„Og mikið keppnisfólk, en þar sem við erum ekki dansarar, snýst keppnisandinn fyrst og fremst um að ná árangri og að samgleðjast hinum þegar vel gengur. Raunar lærði ég það fyrir löngu, að ef maður samgleðst öðrum, fær maður það margfalt til baka.“

Næsti þáttur af Allir geta dansað verður á Stöð 2 í beinni útsendingu klukkan 19:10 á sunnudagskvöldið.

Uppfært klukkan 20:15: Upphaflega stóð í fréttinni að hópurinn hafi farið heim til Bergþórs og Alberts í boð en svo var ekki. Saman hittust þau á hlutlausum stað og tekið var upp innslag sem sýnt verður í næsta þætti af Allir geta dansað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×