Viðskipti innlent

Míla og Gagnaveita Reykjavíkur gera samkomulag um samstarf

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Markmið með samstarfinu er að ná fram hagræðingu með því að koma í veg fyrir mögulegan tvíverknað, stytta verktíma og minnka jarðrask og áhrif á íbúa.
Markmið með samstarfinu er að ná fram hagræðingu með því að koma í veg fyrir mögulegan tvíverknað, stytta verktíma og minnka jarðrask og áhrif á íbúa. Aðsent
Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um samstarf við uppbyggingu ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur eiga í samkeppni og fengu því undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu vegna samstarfsins.

Samkomulagið á milli Mílu og Gagnaveitunnar felur í sér að hvort félag um sig tekur að sér ákveðin svæði og leggur þar tvö sjálfstæð ljósleiðarakerfi, fyrir báða samningsaðila, í einni og sömu framkvæmdinni.

Samkvæmt tilkynningu um samstarfið er markmiðið að ná fram hagræðingu með því að koma í veg fyrir mögulegan tvíverknað, stytta verktíma og minnka jarðrask og áhrif á íbúa. Svæðin sem um ræðir eru í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum og verklok verða fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×