Komið að úrslitastundinni Hjörvar Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 12:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Gerður Arinbjarnar halda á bikarnum. Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur. Olís-deild kvenna Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira