Það verða alltaf kúrekar í MMA Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMAFrétta, er helsti MMA-sérfræðingur Íslands. Vísir/Sigtryggur Pétur Marinó Jónsson er öllum íslenskum bardagaáhugamönnum vel kunnur, en hann hefur rekið vefinn MMAFréttir.is í tæp fimm ár og lýst UFC-viðburðum á Stöð 2 Sport. Hann hefur tryggt sér stöðu sem fremsti MMA-sérfræðingur Íslands og unnið mikilvægt starf við að vekja athygli á íþróttinni og auka þekkingu og viðurkenningu á henni. Pétur hefur æft brasilískt jiu-jitsu í um 10 ár og fylgst með MMA af kappi jafn lengi. „Vinir mínir byrjuðu í jiu-jitsu og þeim tókst að sannfæra mig um að koma á æfingu þegar við vorum í partíi og ég var kominn á fjórða bjór, sem kom smá hugrekki í mig,“ segir Pétur. „Mér fannst þetta allt mjög skrítið fyrst og var ekkert yfir mig hrifinn, en ég hélt áfram að mæta og í Mjölni kynntist ég MMA og smátt og smátt byrjaði ég að fylgjast með. Þegar ég fæ áhuga á einhverju þá verð ég bara að vita allt um það, þannig að ég byrjaði að lesa allt sem ég gat og fylgjast vel með og þannig komst ég inn í bardagaíþróttir.“Vildi betri umfjöllun um MMA Pétur opnaði vefinn MMAFréttir.is í október 2013. „Mér fannst fréttaumfjöllun um MMA á Íslandi ekki vera sinnt nægilega vel og langaði að gera betur. Ég var líka með góð tengsl í Mjölni og það var ýmislegt sem mig langaði að gera öðruvísi, þannig að ég hellti mér bara í þetta,“ segir Pétur. „Vefurinn gengur ágætlega en það er ýmislegt sem mig langar að gera sem ég hef ekki endilega alltaf tíma fyrir enda í fullri vinnu og í smá námi með þessu. En þetta er alltaf að stækka og lesturinn verður sífellt meiri. Áhuginn á MMA hefur aukist almennt og það er rosalega gaman að sjá íþróttina stækka,“ segir Pétur. „Núna vita allir hverjir Gunnar Nelson og Conor McGregor eru, sem er mjög skemmtilegt, því þetta var algert jaðarsport sem enginn pældi í.“Pétur stofnaði MMAFréttir því hann vildi sjá betri umfjöllum um MMA hér á landi.Vísir/SigtryggurVefurinn skapaði tækifæri Vinnan við MMAFréttir hefur gefið Pétri ýmis tækifæri. „Ég hef lýst bardögum á Stöð 2 Sport, skrifað um MMA á Vísi og farið út með Gunna þegar hann berst til að fjalla um það,“ segir Pétur. „Það er rosalega gaman að fara út og vera eins nálægt þessu og hægt er. Maður hefur kynnst fullt af skemmtilegu fólki og skapað frábærar minningar.“ Auk þess gerir Pétur hlaðvarpsþáttinn Tappvarpið, vinnur stutta þætti sem heita Leiðin að búrinu fyrir MMAFréttir þegar Íslendingar eiga atvinnumannabardaga og er í sjónvarpsþáttunum Búrið, sem eru sýndir á Stöð 2 Sport fyrir stóra viðburði. „Við byrjuðum á Búrinu fyrir bardaga hjá Gunna en höfum svo haldið þessu áfram,“ segir Pétur. „Það var stressandi og óþægilegt að vera á skjánum fyrst en mér finnst þetta fáránlega gaman. Það er líka mjög skemmtilegt að gera Tappvarpið. Ég hef fengið skemmtilega gesti, eins og sálfræðinginn Erlend Egilsson, en við töluðum um íþróttasálfræði í MMA,“ segir Pétur. „Mér finnst svo gaman að gera Tappvarpið að mér er eiginlega nokkuð sama hvort fólk hlustar eða ekki.“ Pétur er ekki hrifinn af hegðun Conors McGregor í síðustu viku, en hann réðst á rútu sem var að flytja UFC-bardagamenn.Vísir/gettyHegðun Conors var neyðarleg Í síðustu viku gerði Conor McGregor árás á rútu sem var full af UFC-bardagamönnum og slasaði meðal annars tvo bardagamenn. McGregor var kærður og er í vondum málum eftir uppátækið. Eðlilega var Pétur ekki ánægður með hegðun hans. „Hann lét eins og vitleysingur og það fannst mér mjög leiðinlegt og bara neyðarlegt fyrir íþróttina,“ segir Pétur. „En ég held að það verði alltaf villtir gæjar sem ná mjög langt í MMA. Ég held að það sé svolítið kúrekaeðli í langflestum bardagamönnum, þannig að ég held að við verðum alltaf með frábæra íþróttamenn að mestu leyti en svo nokkra villta bardagamenn sem eru með þeim allra bestu en láta íþróttina stundum líta illa út, sem er mjög leiðinlegt. Mér finnst að hann ætti að fá eitthvert bann og hann fær væntanlega sekt, en ég held að UFC hafi sýnt að ef þú ert maður eins og Conor McGregor kemstu upp með næstum hvað sem er, sem er náttúrulega svolítið leiðinlegt, en peningarnir tala,“ segir Pétur. „Ég held að hann fái bara eitthvert djókbann og UFC finni einhverja afsökun til að láta hann berjast sem fyrst, svo þetta hafi ekki áhrif á peningaflæðið til fyrirtækisins. En ef þetta hefði verið einhver annar hefði hann aldrei fengið að berjast hjá UFC aftur.“Pétur telur að Gunnar Nelson geti orðið einn af þeim bestu í sínum þyngdarflokki.Vísir/gettyGunnar gæti verið í hópi þeirra allra bestu Það styttist í næsta bardaga Gunnars Nelson, en hann mætir Neil Magny 27. maí næstkomandi í Liverpool. „Mér líst mjög vel á þennan bardaga. Mig hefur lengi langað að sjá þá mætast. Neil Magny er mjög flottur bardagamaður og hefur lengi verið á topp tíu, en ég held að hann henti Gunna vel,“ segir Pétur. „Ef Gunni vinnur verður þetta flottasti sigur hans á ferlinum og ég held að hann vinni með uppgjafartaki í annarri lotu, svona dæmigerður Gunna-sigur. Ég held að Gunni hafi hæfileikana til að vera meðal fimm bestu í veltivigtinni. En þá þarf hann að fá þá bardaga sem hann vill fá og haldast heill og þetta byrjar með því að hann sigri Magny,“ segir Pétur. „Margir hafa gagnrýnt vörnina hans Gunna gegn höggum og það er náttúrulega enginn bardagamaður fullkominn, en hann er frábær glímumaður og ég held að höggtæknin sé alltaf að verða betri og hann sé sífellt að finna vopnin sín betur.“ Lögleiðing er erfiður slagur Pétur segist sjá fyrir sér að MMA verði löglegt á Íslandi, en telur að það verði erfitt. „Það er fáránlegt að við þurfum að senda fólk til útlanda til að fá að keppa í sinni íþrótt. Við viljum náttúrulega gera þetta löglegt og gera það í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld til að gera þetta eins öruggt og hægt er. Ég held að það verði ekki auðveldur slagur, en hann vinnist einn daginn,“ segir Pétur. Hann er þó ekki bjartsýnn á að UFC haldi viðburð á Íslandi. „Kannski gerist þetta einn daginn en ég veit ekki hvort það verði í tíð Gunnars.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Pétur Marinó Jónsson er öllum íslenskum bardagaáhugamönnum vel kunnur, en hann hefur rekið vefinn MMAFréttir.is í tæp fimm ár og lýst UFC-viðburðum á Stöð 2 Sport. Hann hefur tryggt sér stöðu sem fremsti MMA-sérfræðingur Íslands og unnið mikilvægt starf við að vekja athygli á íþróttinni og auka þekkingu og viðurkenningu á henni. Pétur hefur æft brasilískt jiu-jitsu í um 10 ár og fylgst með MMA af kappi jafn lengi. „Vinir mínir byrjuðu í jiu-jitsu og þeim tókst að sannfæra mig um að koma á æfingu þegar við vorum í partíi og ég var kominn á fjórða bjór, sem kom smá hugrekki í mig,“ segir Pétur. „Mér fannst þetta allt mjög skrítið fyrst og var ekkert yfir mig hrifinn, en ég hélt áfram að mæta og í Mjölni kynntist ég MMA og smátt og smátt byrjaði ég að fylgjast með. Þegar ég fæ áhuga á einhverju þá verð ég bara að vita allt um það, þannig að ég byrjaði að lesa allt sem ég gat og fylgjast vel með og þannig komst ég inn í bardagaíþróttir.“Vildi betri umfjöllun um MMA Pétur opnaði vefinn MMAFréttir.is í október 2013. „Mér fannst fréttaumfjöllun um MMA á Íslandi ekki vera sinnt nægilega vel og langaði að gera betur. Ég var líka með góð tengsl í Mjölni og það var ýmislegt sem mig langaði að gera öðruvísi, þannig að ég hellti mér bara í þetta,“ segir Pétur. „Vefurinn gengur ágætlega en það er ýmislegt sem mig langar að gera sem ég hef ekki endilega alltaf tíma fyrir enda í fullri vinnu og í smá námi með þessu. En þetta er alltaf að stækka og lesturinn verður sífellt meiri. Áhuginn á MMA hefur aukist almennt og það er rosalega gaman að sjá íþróttina stækka,“ segir Pétur. „Núna vita allir hverjir Gunnar Nelson og Conor McGregor eru, sem er mjög skemmtilegt, því þetta var algert jaðarsport sem enginn pældi í.“Pétur stofnaði MMAFréttir því hann vildi sjá betri umfjöllum um MMA hér á landi.Vísir/SigtryggurVefurinn skapaði tækifæri Vinnan við MMAFréttir hefur gefið Pétri ýmis tækifæri. „Ég hef lýst bardögum á Stöð 2 Sport, skrifað um MMA á Vísi og farið út með Gunna þegar hann berst til að fjalla um það,“ segir Pétur. „Það er rosalega gaman að fara út og vera eins nálægt þessu og hægt er. Maður hefur kynnst fullt af skemmtilegu fólki og skapað frábærar minningar.“ Auk þess gerir Pétur hlaðvarpsþáttinn Tappvarpið, vinnur stutta þætti sem heita Leiðin að búrinu fyrir MMAFréttir þegar Íslendingar eiga atvinnumannabardaga og er í sjónvarpsþáttunum Búrið, sem eru sýndir á Stöð 2 Sport fyrir stóra viðburði. „Við byrjuðum á Búrinu fyrir bardaga hjá Gunna en höfum svo haldið þessu áfram,“ segir Pétur. „Það var stressandi og óþægilegt að vera á skjánum fyrst en mér finnst þetta fáránlega gaman. Það er líka mjög skemmtilegt að gera Tappvarpið. Ég hef fengið skemmtilega gesti, eins og sálfræðinginn Erlend Egilsson, en við töluðum um íþróttasálfræði í MMA,“ segir Pétur. „Mér finnst svo gaman að gera Tappvarpið að mér er eiginlega nokkuð sama hvort fólk hlustar eða ekki.“ Pétur er ekki hrifinn af hegðun Conors McGregor í síðustu viku, en hann réðst á rútu sem var að flytja UFC-bardagamenn.Vísir/gettyHegðun Conors var neyðarleg Í síðustu viku gerði Conor McGregor árás á rútu sem var full af UFC-bardagamönnum og slasaði meðal annars tvo bardagamenn. McGregor var kærður og er í vondum málum eftir uppátækið. Eðlilega var Pétur ekki ánægður með hegðun hans. „Hann lét eins og vitleysingur og það fannst mér mjög leiðinlegt og bara neyðarlegt fyrir íþróttina,“ segir Pétur. „En ég held að það verði alltaf villtir gæjar sem ná mjög langt í MMA. Ég held að það sé svolítið kúrekaeðli í langflestum bardagamönnum, þannig að ég held að við verðum alltaf með frábæra íþróttamenn að mestu leyti en svo nokkra villta bardagamenn sem eru með þeim allra bestu en láta íþróttina stundum líta illa út, sem er mjög leiðinlegt. Mér finnst að hann ætti að fá eitthvert bann og hann fær væntanlega sekt, en ég held að UFC hafi sýnt að ef þú ert maður eins og Conor McGregor kemstu upp með næstum hvað sem er, sem er náttúrulega svolítið leiðinlegt, en peningarnir tala,“ segir Pétur. „Ég held að hann fái bara eitthvert djókbann og UFC finni einhverja afsökun til að láta hann berjast sem fyrst, svo þetta hafi ekki áhrif á peningaflæðið til fyrirtækisins. En ef þetta hefði verið einhver annar hefði hann aldrei fengið að berjast hjá UFC aftur.“Pétur telur að Gunnar Nelson geti orðið einn af þeim bestu í sínum þyngdarflokki.Vísir/gettyGunnar gæti verið í hópi þeirra allra bestu Það styttist í næsta bardaga Gunnars Nelson, en hann mætir Neil Magny 27. maí næstkomandi í Liverpool. „Mér líst mjög vel á þennan bardaga. Mig hefur lengi langað að sjá þá mætast. Neil Magny er mjög flottur bardagamaður og hefur lengi verið á topp tíu, en ég held að hann henti Gunna vel,“ segir Pétur. „Ef Gunni vinnur verður þetta flottasti sigur hans á ferlinum og ég held að hann vinni með uppgjafartaki í annarri lotu, svona dæmigerður Gunna-sigur. Ég held að Gunni hafi hæfileikana til að vera meðal fimm bestu í veltivigtinni. En þá þarf hann að fá þá bardaga sem hann vill fá og haldast heill og þetta byrjar með því að hann sigri Magny,“ segir Pétur. „Margir hafa gagnrýnt vörnina hans Gunna gegn höggum og það er náttúrulega enginn bardagamaður fullkominn, en hann er frábær glímumaður og ég held að höggtæknin sé alltaf að verða betri og hann sé sífellt að finna vopnin sín betur.“ Lögleiðing er erfiður slagur Pétur segist sjá fyrir sér að MMA verði löglegt á Íslandi, en telur að það verði erfitt. „Það er fáránlegt að við þurfum að senda fólk til útlanda til að fá að keppa í sinni íþrótt. Við viljum náttúrulega gera þetta löglegt og gera það í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld til að gera þetta eins öruggt og hægt er. Ég held að það verði ekki auðveldur slagur, en hann vinnist einn daginn,“ segir Pétur. Hann er þó ekki bjartsýnn á að UFC haldi viðburð á Íslandi. „Kannski gerist þetta einn daginn en ég veit ekki hvort það verði í tíð Gunnars.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira