Lífið

Kanye West vinnur að heimspekiriti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kanye West býr yfir fjölbreyttu áhugasviði en hann hyggst gefa út heimspekilega bók.
Kanye West býr yfir fjölbreyttu áhugasviði en hann hyggst gefa út heimspekilega bók. vísir/getty
Rapparinn Kanye West vinnur þessa dagana að heimspekiriti. Bókin heitir Rof í eftirlíkingunni og fjallar um heimspekilegar vangaveltur West um ljósmyndir sem menningarlegt fyrirbæri. West greindi frá heimspekilegum hugrenningum sínum í viðtali við Hollywood reporter á dögunum.

„Viðhorf mitt til ljósmynda - og ég er á varðbergi gagnvart ljósmyndum – er að fólk er gjörsamlega heltekið af þeim. Það er vegna þess að þær ræna okkur „núinu“ og fara með okkur, annað hvort til fortíðarinnar eða framtíðarinnar. Stundum eru þær notaðar til skrásetningar og varðveislu minninga en oftast erum við á valdi ljósmyndanna,“ segir West.

Hann telur að fólk sé yfir það heila allt of fast í fortíðinni og honum finnst auk þess allt of mikil áhersla lögð á sögu í samfélaginu. Eitt af því sem honum þykir einkar athyglisvert, þessu tengt, er hvernig fatahönnuðir notast við söguna og vísa í sífellu til mismunandi tímabila hennar í fatahönnun sinni.  

„Við sjáum að skírskotað er til einhverrar tísku frá 1920 eða frá 1940 og þá sérstaklega íþróttafatnaður,“ segir West sem ætti að þekkja ljósmyndun vel í ljósi þess að hann er iðulega myndaður í bak og fyrir vegna frægðar sinnar en auk þess er hann eiginmaður Kim Kardashian West sem er með þekktari konum í skemmtanaiðnaðinum á vorum dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.