Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 22:09 Áhorfendur í Borgarleikhúsinu héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af farsanum þegar þeim var tilkynnt að stöðva þyrfti sýninguna. Vísir/Stefán Karlsson Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira