Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 19:45 Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi. Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi.
Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira