Leyndarmálið um God of War afhjúpað Benedikt Bóas skrifar 10. apríl 2018 05:15 Schola cantorum á heimavelli sem er Hallgrímskirkja. Kórinn syngur á forníslensku í God of War sem kemur út 20. apríl. Gunnar Freyr Steinsson „Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
„Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53